Hjól

DANNY MACASKILL - THE RIDGE

Orðlaus enn einu sinni ! Danny MacAskill með nýtt myndband sem slær held ég bara öll önnur fjallahjólamyndbönd rothöggi, þvílíkur maður og núna á "all mountain" fjallahjóli og landslagið bilun þarna ! Þetta er klárt skylduáhorf fyrir hvern sem er !!

RED BULL RAMPAGE 2014 - LIVE

Núna um helgina fer fram flottasta fjallahjólakeppni ársins án efa en það er að sjálfsögðu Red Bull Rampage ! Sýnt verður beint frá keppninni á Red Bull TV, hér fyrir neðan myndbandið er tengill yfir á beinu útsendinguna !

ATH ! Það er búið að fresta keppninni fram á mánudag vegna veðurs, en stefnt er að því að hún fari fram á sama tíma á mánudagskvöldið þ.e. klukkan 7 !

Ekki missa af þessari geðveiki á mánudagskvöldið klukkan 19:00 !

Red Bull Rampage 2014 - Live

ROAD BIKE PARTY 2

Úff maður verður bara orðlaus við að horfa á þessa gæja ! Fyrir þá sem hafa séð fyrra Road Bike myndbandið frá Martyn Ashton þá gefur þetta því ekkert eftir og fær hann með sér í lið enga aðra en Chris Akrigg og Danny MacAskill og sýna þeir okkur alveg fáránlegar listir á götuhjólum ! Smellið þessu í HD, fullscreen og njótið !Road Bike Party 2

HOW TO BE A MOUNTAIN BIKER IN 29 STEPS

Hérna er alveg snilldar myndband sem sýnir hvernig maður verður alvöru fjallahjólari í 29 auðveldum þrepum !How to be a Mountain Biker in 29 steps

RED BULL RAMPAGE 2013 - LIVE

Það er komið að því, úrslitin í Red Bull Rampage 2013 ! Þetta er náttúrulega ein flottasta fjallahjólakeppni í heimi í alveg hreint ótrúlegu landslagi og allar helstu fjallahjólahetjur heims samankomnar til að sýna sig og sanna ! Red Bull býður uppá beina útsendingu af öllu fjörinu svo það er klárt hvað þetta sunnudagskvöld fer í, svo komdu þér vel fyrir, smelltu á play og njóttu...