Jonni... Hver er það ?

Nafn: Jónas Stefánsson
Gælunafn: Jonni
Fæðingardagur: 24 maí 1988
Hæð: 176cm

Jónas Stefánsson heiti ég og er kallaður Jonni. Ég hef gríðarlegan áhuga á allskyns jaðarsporti, útivist og ferðamennsku almennt en ég hef ferðast mikið jafn hér á landi sem erlendis. Ég er sjálfur virkur í ýmsum greinum jaðaríþrótta t.d. motocross, enduro, snjósleðar, skíði, snjóbretti, hjólabretti, brimbretti, fjallahjól, klifur o.fl. Ásamt þessu öllu hef ég einnig mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndun.

Ég er menntaður margmiðlunarfræðingur og einnig leiðsögumaður og hef gríðarlega gaman að því að vinna við hvort tveggja og hef verið að starfa sjálfstætt í margmiðluninni undir nafninu Jonni Productions þar sem ég hef tekið að mér verkefni í grafískri hönnun, vefsíðugerð, auglýsingagerð, ljósmyndun og kvikmyndun.

Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík en bjó 4 ár í Bandaríkjunum einnig sem krakki, 2005 fluttist ég norður í Mývatnssveit ásamt foreldrum mínum og 2012 flutti ég til Akureyrar og er búsettur þar í dag enda er Akureyri fullkominn staður til að stunda öll áhugamálin. Ég er trúlofaður og í sambúð með Örnu Benný Harðardóttur og hefur hún tekið fullan þátt í öllu ruglinu í kringum mig frá því að við vorum 18 ára.

Helstu árangrar:
2007 - Íslandsmótið í Snocross - 3. sæti Meistaraflokkur
2007 - Transatlantic Offroad Challenge - Klaustur - 1. sæti Járnkarl
2007 - Gotland Grand National Enduro Sweden
2008 - Íslandsmótið í Snocross - 1. sæti Meistaraflokkur
2008 - World Cup Snocross Sweden - Pro landslið Íslands
2008 - Íslandsmótið í Enduro - 3. sæti E1
2008 - MSÍ Akstursíþróttamaður ársins
2009 - Íslandsmótið í Snocross - 1. sæti Meistaraflokkur
2009 - World Cup Snocross Sweden - Pro landslið Íslands
2009 - Transatlantic Offroad Challenge - Klaustur - 1. sæti Tvímenning
2009 - Íslandsmótið í Enduro - 1. sæti E1
2010 - Íslandsmótið í Snocross - 1. sæti Meistaraflokkur
2010 - World Cup Snocross Sweden - Pro landslið Íslands
2010 - Transatlantic Offroad Challenge - Klaustur - 2. sæti Tvímenning
2010 - Íslandsmótið í Enduro - 3. sæti ECC-2
2010 - Íslandsmótið í Motocross - 4. sæti MX2
2010 - ISOC Snocross Duluth - Semi-Pro
2011 - Íslandsmótið í Enduro - 2. sæti ECC-2
2011 - Íslandsmótið í Motocross - 5. sæti MX2
2011 - ISDE Six Days Enduro Finland - Pro landslið Íslands
2012 - Transatlantic Offroad Challenge - Klaustur - 2. sæti Járnkarl
2012 - Íslandsmótið í Enduro - 3. sæti ECC-2
2012 - ISDE Six Days Enduro Germany - Pro landslið Íslands
2013 - AK Extreme - King of the Mountain
2013 - Transatlantic Offroad Challenge - Klaustur - 1. sæti Járnkarl
2014 - AK Extreme - King of the Mountain
2014 - AK Extreme - 2. sæti Skíði
2014 - AK Extreme - Sledneck kóngur
2014 - Transatlantic Offroad Challenge - Klaustur - 2. sæti Járnkarl
2014 - Hjólahelgi Akureyrar - 1. sæti Fjallahjólakeppni
2014 - Enduro Ísland fjallahjólakeppni - 7. sæti

JonniJonni - SledJonni - Mountain BikeJonni - Freeski