Mótorhjól

ISDE 2013 - DAGUR 4

Fjórði dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !

ISDE 2013 - Dagur 4 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 4

Fjórði dagurinn búinn og margt sem gekk á í dag, Frakkinn Antoine Meo er heldur betur einbeittur og var gríðarlega stöðugur í dag á meðan Ástralinn Daniel Milner o.fl. áttu í meira basli, hinsvegar mætti Ítalinn Alex Salvini grjótharður til baka í dag eftir erfiða fyrstu dagana. Í heildarkeppni ökumanna er það Antoine Meo sem trjónir á toppnum en í öðru er það Alex Salvini eftir grjótharðann akstur í dag, þriðji er svo Frakkinn Pierre Alexandre Renet.

Í lok dags í heildarkeppninni milli landa eru það þá ennþá Frakkar sem halda áfram að auka forystu sína smám saman á undan Áströlum í öðru +00h11'05" á eftir og Bandaríkjamenn halda sér svo enn í þriðja sætinu aðeins +00h00'45" á eftir !

Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvað gerist á morgun en það er síðasti "langi" dagurinn, en svo er bara ein loka Motocross sérleið sjötta daginn !

ISDE 2013 - Dagur 4 - Myndband (Digital Offroad):

ISDE 2013 - Dagur 4 - Myndband (FIM):

ISDE 2013 - DAGUR 3

Þriðji dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !

ISDE 2013 - Dagur 3 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 3

Dagur þrjú var æsispennandi og greinilega alveg hörku barátta á milli Frakkans Antoine Meo sem vann 4 af 6 sérleiðum dagsins og svo Ástralans Daniel Milner sem vann hinar 2. Hinsvegar náði Daniel Milner forystunni aftur í heildarkeppni ökumanna með 83 sekúndubrota forskoti á undan Antoine Meo, landi hans Pierre Alexandre Renet er svo þriðji. Frakkar leiða keppnina milli landa ennþá með tímann 12h40'22", Bandaríkjamenn keyrðu sig upp í annað sætið +00h08'43" á eftir Frökkum og svo í þriðja eru Ástralir aðeins +00h00'18" (18 sekúndum) á eftir Bandaríkjamönnunum. Baráttan á toppnum er því alveg gríðarlega spennandi bæði í heildarkeppni ökumanna og milli landanna !

ISDE 2013 - Dagur 3 - Myndband (Digital Offroad):

ISDE 2013 - Dagur 3 - Myndband (FIM):

ISDE 2013 - DAGUR 2

Annar dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !

ISDE 2013 - Dagur 2 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 2

Dagur tvö var aftur í vil Frakkans Antoine Meo sem vann 3 af 6 sérleiðum dagsins, fyrstu tvær vann Ástralinn Daniel Milner og fjórðu var það Frakkinn Johnny Aubert. Antoine Meo er nú í forystu í heildarkeppni ökumanna, Daniel Milner í öðru og Johnny Aubert í þriðja. Frakkar leiða keppnina milli landa ennþá með tímann 8h33'18", Ástralir eru í öðru +4'56" á eftir og Bandaríkjamenn í þriðja +5'11" á eftir en þar er það áfram Taylor Robert sem stendur sig best !

ISDE 2013 - Dagur 2 - Myndband:

ISDE 2013 - Dagur 2 - Myndband (FIM):

ISDE 2013 - DAGUR 1

Eins og allir gallharðir endurokappar eiga að vita fór ISDE 2013 eða Six Days af stað í gær á Ítölsku eyjunni Sardiníu. Það er náttúrulega alveg synd og skömm að maður sé ekki á staðnum að leggja af stað og koma sér úr 12 dögum uppí 18, en það er því miður alveg djöfullegt fyrir veskið að gera þetta allt á eigin vegum... En hvað um það við fylgjumst samt með herlegheitunum því þessi keppni er alveg einstök og ótrúlega skemmtilegt form sem sýnir og sannar hverjir eru hörðustu enduromenn heims !

ISDE 2013 - Dagur 1 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 1

Fyrsti dagurinn byrjaði með ræsingu Frakkans Jeremy Joly og Frakkarnir héldu uppteknum hætti frá því í fyrra og enduðu daginn á toppnum ! Það var að miklu leyti Antoine Meo sem tryggði Frökkum þessa stöðu eftir daginn en hann var með besta tíma á sérleið 4 og 5. Í öðru sæti eftir daginn eru Bandaríkjamenn og þar er það Taylor Robert sem er að keyra gríðarlega vel og var með besta tíma á síðustu sérleið dagsins. Í þriðja sæti eru Ástralir og þar er það Daniel Milner sem fer fyrir flokknum og er meira að segja fremstur í heildarkeppni ökumanna ! Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvernig þetta þróast næstu daga !

ISDE 2013 - Dagur 1 - Myndband (Digital Offroad):

ISDE 2013 - Dagur 1 - Myndband (FIM):

UPPLÝSINGAR FYRIR ÍSCROSS Á MÝVATNI

Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

Kveðja úr Mývatnssveit,

Stefán Gunnarsson

Mývatn 27.02.13Íscross 2013 - 2. & 3. umferð -  Dagskrá