Mótorhjól

AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM

Núna um helgina fór fram fimmta umferðin í AMA Supercross-inu 2012 og nú var keppt í Anaheim í annað sinn. Það er að byggjast upp gríðarleg spenna á þessu tímabili en það hafa nánast allir topparnir sýnt að þeir geti sigrað og það sést bara á því að við höfum fengið fjóra mismunandi sigurvegara hingað til á tímabilinu. Brautin um helgina var frekar klassísk en "rythma" kaflarnir buðu upp á allskyns taktík sem sást hjá mörgum ökumönnum, eins var langur "vúppsa" kafli sem sumir nutu góðs af en aðrir ekki ! Eins og alltaf eru úrslitin falin fyrir þá sem eiga eftir að horfa á keppnina en fyrir hina þá er þetta allt handan við hornið...

AMA Supercross 2012 - Round 5 - AnaheimAMA Supercross 2012 - Round 5 - AnaheimAMA Supercross 2012 - Round 5 - Anaheim

Myndir frá TWMX

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Anaheim !

Lesa meira...

AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TORRENT

Fimmta umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á The Pirate Bay, "slicknick" alltaf klár í að plögga þetta fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var ekki "Live" útsending af keppninni og því hvor flokkurinn í sínu lagi !

AMA Supercross 2012 - Round 5 - Anaheim - 250:

http://thepiratebay.org/torrent/7012072/

AMA Supercross 2012 - Round 5 - Anaheim - 450:

http://thepiratebay.org/torrent/7011557/

GOPRO VIDEO FRÁ OAKLAND SX 2012

GoPro sendi frá sér hrikalega töff video frá Supercross keppninni um síðustu helgi í Oakland. Onboard video, fallhlífarstökkvarar og margt, margt fleira ! Greinilega metnaður hjá þeim að auglýsa sig !

AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TRACK

Sýnishorn af brautinni sem verður í 5. umferðinni í Supercrossinu í Anaheim um helgina í USA ! Þessi braut er allt öðruvísi en við sáum í Anaheim í fyrstu umferðinni og virkar mjög spennandi, mikið af flottum köflum og mikið af beygjum sem gætu boðið uppá spennandi framúrakstur !

CHARMICHAEL VS. EMIG: THE SHOWDOWN

Næstum 13 ár eru síðan Jeff Emig sigraði Ricky Charmichael í US Open of Motocross 1999. En gömlu kempurnar hittust fyrir stuttu til að útkljá í eitt skipti fyrir öll hver væri í raun betri... Flott að sjá Ricky keyra aftur !