Mótorhjól

SKRÁNING FRAMLENGD FYRIR ÍSKROSS

Fyrsta umferðin í ískrossinu 2013 fer fram um næstu helgi á Akureyri í tengslum við vetrarhátíðina Éljagang. Skráningarfresturinn hefur verið framlengdur til klukkan 21:00 á fimmtudagskvöld svo nú er um að gera að smella sér inn á www.msisport.is og skrá sig til leiks !

Éljagangur 2013

TAYLOR ROBERT'S SEGMENT IN MOTO 4

Hérna er klippa sem sýnir okkur á bakvið tjöldin í Moto 4 The Movie þar sem enduro kappinn Taylor Robert tekur alveg vígaleg háhraðastökk á hæðum í miðjum vínakri ! Ef þið eruð ekki búin að sjá Moto 4 The Movie þá eruði að missa af svakalegri ræmu, hægt að kaupa hana á iTunes !Taylor Robert's Segment in Moto 4

BRETT CUE - ROAD 2 XGAMES

Brett Cue er 26 ára MX-ari frá Oklahoma í Bandaríkjunum og eftir fjölda áskorana ákvað hann að gera tilraun til að fá boð inná "Best Whip" keppnina á X-Games 2013.

Brett Cue - Road 2 Xgames

Brett hefur ekki gengið vel á MX ferli sínum, náði engum sérstökum árangri í öllum þeim Loretta Lynn keppnum sem hann hefur keppt í, komst ekki inn í AMA Motocross-ið þegar hann reyndi það 2010, en það er eitt sem þessi drengur getur gert og það er að skvetta halanum á hjólinu sínu !

Frá því að X-Games bætti "Best Whip" greininni við á leikunum fyrir nokkrum árum hefur fólk hvatt Brett til að reyna að komast inn í keppnina. Sjálfur hafði hann ekki mikla trú á því að hann væri samkeppnishæfur við gæja eins og Jeremy Stenberg o.fl. en uppá síðkastið hefur hann fært sig upp á skaftið og með stuðningi frá vinum ákvað hann loks að láta reyna á það hvort hann gæti fengið boð inn á leikana !

Brett hefur fengið hjálp frá ýmsum mönnum til að koma sér á framfæri og meðal þess eru FMX-arinn Derek Cook og enginn annar en "Cowboy" Kenny Bartram ! Meira að segja Jeremy Stenberg hefur fengið áhuga á þessari tilraun Brett's til að komast á X-Games og keppa við hann !

Brett og vinur hans sem stendur á bakvið Whiskey Throttle Productions kvikmyndagerðina hafa byrjað að senda út þætti á netinu til að fylgjast með gengi þessa langsótta draums Brett sem ég tel að gæti ekki verið svo langsóttur eftir allt ! Þáttur númer tvö kom út nú fyrir stuttu en ég mæli með að þið kíkið fyrst á þátt eitt ef þið hafið ekki séð hann til að fá alla söguna beint í æð !

Brett Cue - Road 2 Xgames - Episode 1

Brett Cue - Road 2 Xgames - Episode 2

 

Ég segi bara áfram Brett og vonandi fáum við að sjá þennan dreng skvetta halanum á X-Games næsta sumar !

Facebook síða Brett Cue

AMA SX 2013 - TRAILER

Nú styttist óðum í það sem við bíðum öll spennt eftir í hvers árs, nýtt Supercross tímabil ! Spennan stigmagnast eftir því sem Anaheim 1 færist nær og öll stóru nöfnin eru á fullu að æfa og reyna að gera sig klára fyrir stóru stundina ! Svo stóra spurningin er bara, hver verður það í ár ? Mætir James Stewart helillur á Súkkunni ? Heldur Ryan Dungey áfram að sigra allt fyrir KTM ? Mun Ryan Villopoto mæta sterkur inn eftir fráveruna ? Eða einhver annar ? Kíkið á "trailer-inn" hér fyrir neðan til að kynda enn meira undir spennunni og svo höldum við bara áfram að telja niður dagana, 5. janúar er stóri dagurinn !AMA SX 2013

EX 2012 - ROUND 8 - LAS VEGAS - LIVE

Lokaumferðin í AMA Endurocross-inu í USA fer fram í kvöld í Las Vegas og í fyrsta skiptið verður bein útsending frá keppninni á netinu ! Ofur Pólverjinn Tadeusz "Taddy" Blazusiak er nánast með titilinn í hendi sér en hann vantar aðeins 3 stig fyrir þessa keppni til að innsigla sigur á tímabilinu. Taddy hefur unnið sex af sjö keppnum á tímabilinu og er með 189 stig, næstur á eftir honum er Bandaríkjamaðurinn Taylor Robert með 132 stig. Taylor var einmitt í Bandaríska Six Days liðinu í ár ! Auk Expert flokksins fer fram lokaumferðin á fyrsta tímibilinu fyrir kvennaflokk en þar er það Maria Forsberg sem hefur örugga yfirhönd fyrir kvöldið. Maria var hrikalega öflug á GNCC tímabilinu í sumar þar sem hún sigraði allar umferðirnar og tryggði sér titilinn þegar heilar fjórar umferðir voru ennþá eftir !

Í kvöld verður semsagt sýnt frá Expert flokknum, kvennaflokknum, Open Amateur flokki, Vet 35+ flokki, TrialsCross flokki og að lokum verður svokallað Baja Designs Night race þar sem slökkt er á ljósunum í höllinni og keppendur nota ljósin á hjólunum eða hjálmaljós til að rata brautina !

Það verður því örugglega ekki leiðinlegt að fylgjast með þessari veislu sem hefst klukkan 04:00 í nótt á íslenskum tíma !

EnduroCross 2012 - Round 8 - Las Vegas - Live

Smellið á myndina til að fara á beinu útsendinguna á www.endurocross.com/live