ISDE 2013 - DAGUR 3
Þriðji dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !
ISDE 2013 - Dagur 3 - Samantekt:
Dagur þrjú var æsispennandi og greinilega alveg hörku barátta á milli Frakkans Antoine Meo sem vann 4 af 6 sérleiðum dagsins og svo Ástralans Daniel Milner sem vann hinar 2. Hinsvegar náði Daniel Milner forystunni aftur í heildarkeppni ökumanna með 83 sekúndubrota forskoti á undan Antoine Meo, landi hans Pierre Alexandre Renet er svo þriðji. Frakkar leiða keppnina milli landa ennþá með tímann 12h40'22", Bandaríkjamenn keyrðu sig upp í annað sætið +00h08'43" á eftir Frökkum og svo í þriðja eru Ástralir aðeins +00h00'18" (18 sekúndum) á eftir Bandaríkjamönnunum. Baráttan á toppnum er því alveg gríðarlega spennandi bæði í heildarkeppni ökumanna og milli landanna !
ISDE 2013 - Dagur 3 - Myndband (Digital Offroad):
ISDE 2013 - Dagur 3 - Myndband (FIM):