AFSAKIÐ HLÉ...
Jæja, nú verð ég að biðja ykkur afsökunar á þessari leti í mér hérna á síðunni... Það er búið að vera alveg sturlað að gera hjá mér, flytja aftur norður eftir veturinn, buna út grafík settum á hjólin fyrir tímabilið, koma 3 stórum vefsíðum í loftið, keppnisstandið og svo ég tali nú ekki um það að lifa lífinu almennt ;) !
En nú dugir ekkert annað en að rífa þetta aftur í gang, setja í "rally" gírinn og halda áfram að færa ykkur gestunum mínum allar helstu fréttirnar í heimi jaðaríþrótta hérna heima og utan úr heimi, vona að þið sýnið mér skilning í þessu og haldið áfram að heimsækja síðuna !
Kv. Jonni
RED BULL ROMANIACS 2012 - LIVE
Red Bull Romaniacs 2012 er að rúlla af stað í dag og Red Bull býður núna uppá beina útsendingu á netinu frá öllum dögum keppninnar ! Fyrir neðan eru tímasetningarnar sem sent verður út alla dagana !
Red Bull Romaniacs 2012 - Live Internet Streaming:
Red Bull Romaniacs 2012 - 13.06.12 - Prologue Finals:
15:30 to 17:20 GMT
Red Bull Romaniacs 2012 - 14.06.12 - Offroad Day 1:
08:00 to 14:00 GMT
Red Bull Romaniacs 2012 - 15.06.12 - Offroad Day 2:
08:50 to 14:30 GMT
Red Bull Romaniacs 2012 - 16.06.12 - Offroad Day 3:
08:20 to 14:00 GMT
Red Bull Romaniacs 2012 - 17.06.12 - Offroad Day 4:
08:15 t0 14:00 GMT
Meiri upplýsingar á www.redbullromaniacs.com
TIL SÖLU - KXF250 OG KX125
Kawasaki KXF 250 2011:
Keyrði þetta hjól í sumar í MX og Enduro, er keyrt um 100 tíma. Var farið í allsherjar upptekt í lok ágúst, stimpilskipti og allt skoðað. Hjólið er endurotjúnnað, ljós frá KTM framan og aftan, Trailtech Vapor mælaborð og hraðamælir og svo 18" SM afturgjörð (hægt að fá 19" gjörðina frekar ef þannig vill til). Aðrir aukahlutir eru One/N1 límmiðakit, blátt Renthal stýri, Zeta óbrjótanleg handföng, Acerbis handahlífar, ál tanklok, FMF púst, O-hringja keðja, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði, Lightspeed Carbon Fiber bremsudiskahlífar framan og aftan og svo ál hlífðarpanna með foam á milli vélar og pönnu til að hrinda drullu frá. Plöst fyrir MX notkun fylgja og eitthvað af aukadóti getur fylgt með.
Þetta er alveg snilldar hjól í toppstandi, búið að reynast mér svakalega vel og alltaf skilað sínu !
Verðmiði: 990.000 kr.
Kawasaki KX 125 2008:
Hjól sem Tedda kona Hauks Þorsteins átti á undan mér, hún fékk það nýtt. Ég hef lítið notað hjólið, Arna Benný hefur hjólað aðeins á því og svo hef ég notað það í Endurocross-ið. Hjól sem er alveg 100%, gerði stimpilskipti í byrjun árs, hefur lítið verið notað í ár, einn og einn endurotúr og smölun. Aukahlutir eru One límmiðakit, extra sterkt sætisáklæði, Zeta óbrjótanlegt bremsuhandfang, loftblæðarar á framdempurum, FMF kraftpúst, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði og Pro Moto Kick It standari. Á handahlífar og eitthvað af aukaplöstum sem geta fylgt með.
Þetta "konuhjól" er alveg í toppstandi, ótrúlega skemmtileg græja sem leynir á sér !
Verðmiði: 490.000 kr.
Áhugasamir hafið samband við mig í síma: 7718024 eða sendið póst á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. !
AMA SX 2012 - ROUND 13 - HOUSTON - TRACK
Sýnishorn af brautinni sem verður í 13. umferðinni í Supercrossinu í Houston um helgina í USA ! Þeir slá sko ekki slöku við í brautargerðinni en í brautinni eru tveir "vúppsa" kaflar og alveg rosalega flottir "rythma" kaflar ! Þetta verður klárlega spennandi keppni !
AMA SX 2012 - ROUND 12 - TORONTO - TORRENT
Tólfta umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á netið, "slicknick" alltaf klár í að plögga þetta fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var keppt í Toronto, "Live" útsending af öllu fjörinu og því allt í einum pakka !
Fleiri greinar...
- ELLINGSEN ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI FLYTUR
- SCC 2012 - UMFERÐ 3 & 4 - MÝVATN
- MSÍ ÍX 2012 - UMFERÐ 2 & 3 - MÝVATN
- MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - ÚRSLIT FRÁ FÖSTUDEGINUM
- AMA SX 2012 - ROUND 11 - INDIANAPOLIS - TORRENT
- BRP DAGAR Á HÓTEL REYNIHLÍÐ UM HELGINA
- MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - DAGSKRÁ
- GRAHAM JARVIS - TRAINING IN SPAIN
- 509 FILMS - RED EPIC CAMERA SHOOT
- CRUSTY 16 - OUTBACK ATTACK - TRAILER