FYRSTA FRONTLFIP-IÐ Á SLEÐA Í NÓTT ?
Það verður hrikalega spennandi að fylgjast með Snowmobile Best Trick keppninni í nótt á Winter X Games 2012 en þar ætlar Slednecks ofurhuginn Heath Frisby að reyna við Frontflip ! Hérna fyrir neðan er video þar sem Heath Frisby er við æfingar, nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann nái öllum snúningnum og lendi á skíðunum en ekki á hausnum, því eins og hann sagði sjálfur þá mun hann bara fá litabækur í jólagjöf ef það gerist... Nagli !
WINTER X GAMES 2012 - DAY 3
Þriðji dagurinn á Winter X Games 2012 fór fram í gær/nótt og núna fóru fram úrslit í Real Snow, Women's Ski SuperPipe, Men's Ski SuperPipe, Men's & Women's Snowboarder X, Men's Snowboard Slopestyle og Ski Big Air. Í Real Snow var það Dan Brisse sem átti flottasta video partinn að mati dómaranna, en í netkosningunni um "Fan Favorite" var það Louis-Felix Paradis sem rétt hafði Halldór Helgason með rétt um 30 atkvæðum. Í Women's Ski SuperPipe var það Roz Groenewoud sem sigraði. Í Men's Ski SuperPipe var það David Wise sem sigraði og setti stopp við sigurgöngu Kevin Rolland. Í Men's & Women's Snowboarder X voru það Nate Holland og Dominique Maltais sem sigruðu. Í Men's Snowboard Slopestyle var það enn og aftur Mark McMorris sem sigraði sitt annað gull á jafnmörgum dögum. Síðast en ekki síst í Ski Big Air var það hinn eini sanni Bobby Brown sem kom sá og sigraði !
Myndir frá Xgames.com
Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum og svo video af sigurvegurum dagsins !
Winter X Games 2012 - Highlights Day 3
Winter X Games 2012 - Real Snow - Gold - Dan Brisse
Winter X Games 2012 - Real Snow - Fan Favorite - Louis-Felix Paradis
Winter X Games 2012 - Women's Ski SuperPipe - Gold - Roz Groenewoud
Winter X Games 2012 - Men's Ski SuperPipe - Gold - David Wise
Winter X Games 2012 - Men's Snowboarder X - Gold - Nate Holland
Winter X Games 2012 - Women's Snowboarder X - Gold - Dominique Maltais
Winter X Games 2012 - Men's Snowboard Slopestyle - Gold - Mark McMorris
Winter X Games 2012 - Ski Big Air - Gold - Bobby Brown
Í dag og nótt fara svo fram úrslit í Men's & Women's Skier X, Mono Skier X, Snowmobile Best Trick og Men's Snowboard SuperPipe svo það er nóg af fjöri framundan !
WINTER X GAMES 2012 - DAY 2
Annar dagurinn á Winter X Games 2012 fór fram í gær/nótt og þar fóru fram úrslit í Women's Snowboard Slopestyle, Snowboard Big Air og Women's Snowboard SuperPipe. Í Women's Snowboard Slopestyle var það Jamie Anderson sem sigraði örugglega. Í Snowboard Big Air var hrikaleg veisla í gangi en þar endaði hinn ungi Mark McMorris sem sigurvegari eftir að hafa lent ótrúlega flottu "backside triple cork 1440". Í Women's Snowboard SuperPipe var það svo Kelly Clark sem vann sitt fjórða gull í greininni.
Virkilega flott kvöld á WXG 2012 þrátt fyrir að Halldór Helga hafi ekki náð inn í úrslit í Snowboard Big Air, vantaði svo lítið uppá að hann næði að lenda stökkinu sínu sem hefði tryggt honum sæti og menn tala um jafnvel sigur !
Myndir frá Xgames.com
Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum og svo video af sigurvegurum dagsins !
Winter X Games 2012 - Highlights Day 2
Winter X Games 2012 - Women's Snowboard Slopestyle - Gold - Jamie Anderson
Winter X Games 2012 - Snowboard Big Air - Gold - Mark McMorris
Winter X Games 2012 - Women's Snowboard SuperPipe - Gold - Kelly Clark
Í dag og nótt fara svo fram úrslit í Women's Ski SuperPipe, Real Snow, Men's Ski SuperPipe, Men's & Women's Snowboarder X, Men's Snowboard Slopestyle og síðast en ekki síst Ski Big Air, svo það er nóg af fjöri framundan !
WINTER X GAMES 2012 - DAY 1
Fyrsti dagurinn á Winter X Games 2012 er yfirstaðinn og það var ekki amaleg dagskrá til að starta veislunni, úrslit í Women's Ski Slopestyle, Snowboard Street, Snowmobile Freestyle og Men's Ski Slopestyle ! Í Women's Ski Slopestyle var það Kaya Turski sem vann sitt þriðja gull í röð með rosalega flottu run-i. Í Snowboard Street var hörð barátta en á endanum var það Forest Bailey sem sigraði. Snowmobile Freestyle var svakalega spennandi og eftir að hafa krassað svakalega í undanhítinu sínu var það Colton Moore sem kom sá og sigraði með þvílíkt flottu run-i sem tryggði honum sitt fyrsta gull. Í Men's Ski Slopestyle var alveg ótrúleg barátta og allt leit út fyrir að hinn 17 ára Nick Goepper myndi sigra á sínum fyrstu Winter X Games, en í síðustu umferðinni náði Tom Wallisch alveg hrikalegu run-i sem tryggði honum hæsta skor sem sést hefur í Men's Ski Slopestyle og með því sigraði hann örugglega.
Myndir frá Xgames.com
Í dagskránni í kvöld var líka virkilega flott athöfn til minningar freestyle skíðakonunnar Sarah Burke sem lést nýverið eftir hræðilegt krass við æfingar í "halfpipe". Sarah var margfaldur Winter X Games sigurvegari og mikill brautryðjandi í "freeski" heimi kvenna. RIP Sarah Burke !
Hér fyrir neðan er "highlights" video frá deginum, video af sigurvegurum dagsins og svo video til heiðurs Sarah Burke !
Winter X Games 2012 - Highlights Day 1
Winter X Games 2012 - Women's Ski Slopestyle - Gold - Kaya Turski
Winter X Games 2012 - Snowboard Street - Gold - Forest Bailey
Winter X Games 2012 - Snowmobile Freestyle - Gold - Colton Moore
Winter X Games 2012 - Men's Ski Slopestyle - Gold - Tom Wallisch
Winter X Games 2012 - Sarah Burke Tribute
MSÍ ÍSKROSS - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - FRESTAÐ
Tekið af www.motocross.is:
Af óviðráðanlegum orsökum hefur fyrstu umferðinni í íscrossi verið frestað um óákveðin tíma. Aðstæður eru mjög erfiðar til keppnishald og er með öllu ófært upp að Hafravatni og óvíst hvort þessar þrjár leiðir verði yfirhöfuð mokaðar fyrir helgi. Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt að láta fólk ferðast landshluta á milli við þessar aðstæður á meðan færðin er eins og hún er.
MSÍ mun í samráði við klúbbana finna nýja dagsetningu við fyrsta hentugleika og mun sú skráning sem nú hefur átt sér stað gilda áfram. Þeir sem hafa athugasemdir við það er bent á að hafa samband við MSÍ.
Vænta má upplýsinga um nýjan keppnisdag og hugsanlega nýjan keppnisstað fljótlega upp úr helgi. Verður upplýsingum um framhaldið komið í loftið um leið og það er ljóst hvert framhaldið verður, þ.e. nýr keppnisdagur og hugsanlega nýr keppnisstaður.
Fleiri greinar...
- WINTER X GAMES 2012 - LIVE
- AMA SX 2012 - ROUND 4 - OAKLAND - TRACK
- MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - SKRÁNING HAFIN
- AMA SX 2012 - ROUND 3 - LOS ANGELES
- AMA SX 2012 - ROUND 3 - LOS ANGELES - TORRENT
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 11
- DC MOTO TEAM RIDE DAY
- AMA SX 2012 - ROUND 3 - LOS ANGELES - TRACK
- JONNI PRODUCTIONS - ALLT AÐ SKE !
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 7