KXF250 OG KX125 GULLMOLAR TIL SÖLU
Nú er planið að endurnýja aðeins í dótakassanum og því eru bæði hjólin mín til sölu. Þetta er 2011 árgerð af Kawasaki KXF 250 í toppstandi, endurotjúnnað, og svo 2008 árgerð af Kawasaki KX 125, semsagt eftirárshjól alveg í 100% standi.
Kawasaki KXF 250 2011:
Keyrði þetta hjól í sumar í MX og Enduro, er keyrt um 100 tíma. Var farið í allsherjar upptekt í lok ágúst, stimpilskipti og allt skoðað. Hjólið er endurotjúnnað, ljós frá KTM framan og aftan, Trailtech Vapor mælaborð og hraðamælir og svo 18" SM afturgjörð. Aðrir aukahlutir eru One/N1 límmiðakit, blátt Renthal stýri, Zeta óbrjótanleg handföng, Acerbis handahlífar, ál tanklok, FMF púst, O-hringja keðja, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði, Lightspeed Carbon Fiber bremsudiskahlífar framan og aftan og svo ál hlífðarpanna með foam á milli vélar og pönnu til að hrinda drullu frá. Plöst fyrir MX notkun fylgja og eitthvað af aukadóti getur fylgt með.
Þetta er alveg snilldar hjól í toppstandi, búið að reynast mér svakalega vel og alltaf skilað sínu !
Verðhugmynd 1.100.000 kr. en skoða öll tilboð.
Kawasaki KX 125 2008:
Hjól sem Tedda kona Hauks Þorsteins átti á undan mér, hún fékk það nýtt. Ég hef lítið notað hjólið, Arna Benný hefur hjólað aðeins á því og svo hef ég notað það í Endurocross-ið. Hjól sem er alveg 100%, gerði stimpilskipti í byrjun árs, hefur lítið verið notað í ár, einn og einn endurotúr og smölun. Aukahlutir eru One límmiðakit, extra sterkt sætisáklæði, Zeta óbrjótanlegt bremsuhandfang, loftblæðarar á framdempurum, FMF kraftpúst, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði og Pro Moto Kick It standari. Á handahlífar og eitthvað af aukaplöstum sem geta fylgt með.
Þetta "konuhjól" er alveg í toppstandi, ótrúlega skemmtileg græja sem leynir á sér !
Verðhugmynd 550.000 kr. en skoða öll tilboð.
Áhugasamir hafið samband við mig í síma: 7718024 eða sendið póst á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. !
AMA EX 2011 - ROUND 7 - LAS VEGAS
Núna um helgina fór fram sjöunda og síðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Las Vegas. Það var svosum ekki nein hrikaleg spenna um titilinn þar sem Taddy Blazusiak var búinn að vinna allar keppnir til þessa. Hann þurfti þó að skila sér þokkalega í mark til að tryggja sér titilinn.
Myndir frá www.endurocross.com
En það gat enginn ráðið við ofur Pólverjann Taddy Blazusiak sem tók holuskotið í Main Event 1 og sigraði það örugglega. Í Main Event 2 var það reyndar Kyle Redmond sem tók holuskotið en Taddy var ekki lengi að koma sér í forystuna og hélt því þaðan. Hann sigraði því keppnina og kláraði tímabilið með fullu húsi stiga, hrikalegur árangur hjá honum enda alveg ótrúlegur ökumaður ! Hér fyrir neðan er stutt "highlights" video frá keppninni og nánari úrslit.
Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:
Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 7 - Las Vegas:
Main Event 1
1. Taddy Blasuziak
2. Justin Soule
3. Cory Graffunder
4. Mike Brown
5. Cody Webb
6. Jonathan Walker
7. Taylor Robert
8. Bobby Prochnau
9. Kyle Redmond
10. Geoff Aaron
Main Event 2
1. Taddy Blazusiak
2. Taylor Robert
3. Mike Brown
4. Justin Soule
5. Kyle Redmond
6. Geoff Aaron
7. Bobby Prochnau
8. Cory Graffunder
9. Cody Webb
10. Jonathan Walker
Úrslit úr AMA Endurocross 2011:
1. Taddy Blazusiak 240 p.
2. Mike Brown 166 p.
3. Justin Soule 146 p.
4. Geoff Aaron 144 p.
5. Cody Webb 131 p.
6. Gary Sutherlin 90 p.
7. Kyle Redmond 87 p.
8. Taylor Robert 80 p.
9. Bobby Prochnau 77 p.
10. Colton Haaker 76 p.
SLDNX SKRILLEX REMIX
Þetta var víst upphaflega klippingin á partinum hans Kalle Johansson í Slednecks 14. Hrikalegur tryllingur með Skrillex, partinum var víst breytt útaf einhverjum "political reasons" eins og Slednecks gengið kallar það. Þetta er töff hugmynd, en kannski aðeins of mikið í gangi til að maður fá sleðunina almennilega úr þessu... Hvað finnst ykkur ?
FIM ISDE 2011 FINLAND - VIDEO
FIM var að pósta frá sér svaka flottu video-i með flottustu skotunum frá ISDE (International Six Days Enduro) 2011 sem fór fram í Finnlandi í ár. Eins og allir ættu að vita sendum við Íslendingar í fyrsta skipti landslið til keppni í Six Days í ár og af þeim 6 sem byrjuðu vorum við þrír sem kláruðum, ég, gamli og Árni lögga. Það er alveg snilld að horfa á þetta video og rifja upp allt ógeðið sem maður barðist í gegnum í þessari keppni ! Ætla rétt að vona að ég nái að komast í þetta aftur á næsta ári !
CALEB MOORE POLARIS RZR BACKFLIP
Þessir bræður eru náttúrulega alveg geðveikir. Núna er eldri bróðirinn, Caleb Moore búinn að vera að prufa sig áfram í að backflip-a Polaris Razor sem er svona hálfgerður buggy bíll fyrir þá sem ekki þekkja. Þessi er sérsmíðaður þannig að framhjólin standa miklu utar en afturhjólin og þannig nær hann kikkinu á þessum sérsmíðaða rampi til að snúa bílnum í backflip. Svipuð hugmynd og var notuð þegar Rhys Millen reyndi að backflip-a off-road trukknum í Red Bull New Year No Limits 2008 en öðruvísi útfært. En kappinn mætti á Lucas Oil Off Road Xperience sýninguna 2. nóvember og lenti þessu, fyrsta skiptið sem einhver lendir backflip-i á svona tæki ! Kíkið á myndirnar og video-in ! Þið verðið eiginlega að horfa á fyrra video-ið fyrst og sjá bilunina í þessu áður en þið horfið á það seinna þar sem hann nær að lenda þessu !
Myndir frá ATR
Fleiri greinar...
- GENOVA SUPERBOWL OF SUPERCROSS 2011
- GEOFF AARON EX PRACTICE
- KURT CASELLI - WORCS 2011
- JONNI PRODUCTIONS - GRAFÍK SETT
- RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011
- ARCTIC TRUCKS - 2012 YAMAHA KYNNING
- GOLF, MYNDASESSION, MSÍ ÁRSHÁTÍÐ...
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 6
- ÞORRI JÓNS - KEPPNISTÍMABILIÐ 2011
- STORMUR - 2012 SLEÐARNIR AÐ LENDA