NÝTT: CONTOUR ROAM
Contour var að senda frá sér nýja útgáfu af POV myndavélinni þeirra og kallast þessi týpa ContourROAM og kostar ekki nema $ 199 ! Þessi týpa á að vera svona einföld gerð af vélinni með alla helstu möguleikana, 1080p video, góðan hljóðnema og 170° víðlinsu en plús það er hún líka vatnsheld niður á 1 meter án nokkurs box. Svo hérna er komin fullkomin týpa fyrir hvaða kauða sem er til að filma allt ruglið sitt í HD á fáránlega góðu verði ! Eins og Contour segja sjálfir: "It's absolutely the easiest camera you'll ever use - so easy it makes a toaster seem complicated" !
DANNY HART TEKUR MENN Í KENNSLUSTUND
Þetta er alveg fáránlegt ! Bretinn Danny Hart gjörsamlega rústaði heimsmeistaramótinu í Downhill sem fór fram í Champery í Sviss fyrir tveim helgum, í þessum ógeðis blautu drullu aðstæðum þá tók hann vel á því og já...sjúkt !
MXON 2011 - PREVIEW VIDEO
MXON 2011 er að nálgast, bara nokkrir dagar í þessa geðveiki ! Hér eru tvö flott upphitunar video fyrir helgina þar sem fjallað er um þessa gömlu og rótgrónu keppni sem krýnir sannan heimsmeistara í motocrossi hvert ár !
Djöfull verður gaman að fylgjast með þessu um helgina !
AMA MX 2011 - ROUND 12 - PALA
Síðasta umferðin í AMA Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Pala brautinni. Í 450 flokknum var það Ryan Dungey sem sigraði keppnina en það var enginn annar en Ryan Villopoto sem hirti titilinn og það annar titill hans á árinu ! Ekki slæmt ár hjá rauðhærða kvikindinu og þess verður sennilega minnst sem eins mest spennandi árs bæði í Supercross og Motocross ! Í 250 flokknum var það Dean Wilson sem sigraði bæði hít þrátt fyrir mikla baráttu frá liðsfélaga sínum Blake Bagget. Dean Wilson tók titilinn í 250 flokknum eftir alveg geggjað season !
Hér er eitt fríkað en töff Remix video frá Pala keppninni um helgina...
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !
FIM MX 2011 - ROUND 15 - FERMO,ITALY
15. umferðin og sú síðasta í FIM Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Fermo á Ítalíu. Í MX1 flokknum var það Frakkinn Gautier Paulin sem sigraði keppnina og það í fyrsta sinn sem hann keppir í MX1 en hann hefur keppt allt tímabilið í MX2. Hann var valinn í franska landsliðið fyrir MXON til að keppa í Open flokki og það varð kveikjan að því að hann mætti á 450 hjóli í MX1. Því miður vantaði þrjá af topp ökumönnunum en Ítalinn Antonio Cairoli var fyrir keppnina búinn að tryggja sér titilinn í MX1 ! Í MX2 flokknum var það Hollendingurinn Jeffrey Herlings sem sigraði keppnina. Þjóðverjinn Ken Roczen sem hafði fyrir keppnina tryggt sér titilinn mætti til leiks á 125 tvígengis tryllitæki en eftir að hafa klárað í fimmta sæti í fyrra hítinu þurfti hann að hætta þar sem stýrið á hjólinu var allt í steik eftir byltu en fyrir hana var hann í fjórða sæti, ekki slæmt á tvígengis blöðru !
Hér er svo "Highlights" video frá keppninni um helgina...
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !