Supercross
DREAM RIDE
Alveg fáránlega töff video frá JDR Motorsports liðinu með þeim Malcom Stewart og ástralanum Josh Cachia. Video-ið er tekið upp í regnskógum norður Ástralíu og er svo sannarlega eitthvað sem ekki hefur sést áður !
EPIC SUPERCROSS PRACTICE
Blur Optic Productions heldur áfram að færa okkur flott video og nú frá Supercross æfingum ! Mjög töff video sem kyndir undir spennunni fyrir næstu helgi þegar allt rúllar af stað í Anaheim fyrir Supercross tímabilið 2012 !
STEWART BRÆÐURNIR Í HAM
Það er greinilega ekki mjög leiðinlegt hjá þeim Stewart bræðrum á æfingum og mér sýnist litli bró vera orðinn ansi brattur ! Verður gaman að fylgjast með þeim tveim í vetur ! Styttist óðum í þetta...
JUSTIN BARCIA - TRAINING COMPOUND
Flott video með Justin Barcia þar sem hann sýnir okkur æfingaraðstöðuna sína, smá svona aðstaða ;) ! Hrikalega flottur ökumaður og greinilegt að hann hefur það ágætt !
GENOVA SUPERBOWL OF SUPERCROSS 2011
Um helgina fór fram hið árlega "Superbowl of Supercross" í Genova á Ítalíu. Það var alveg hellingur af flottum ökumönnum mættir til keppni og þar á meðal stórstjörnurnar Justin Barcia og Chad Reed. Úr varð svakaleg keppni og ekki nóg með það heldur var Freestyle kappinn sjálfur Mark Monea fenginn til að reyna 360 Frontflip-ið aftur, reyndar klúðraðist lendingin í þetta skiptið. Getið tjékkað á video af því hér !
Myndir frá Offroad Pro Racing
En að keppninni, þá var greinilegt hverjir voru með yfirburðina þarna en Chad Reed byrjaði á að vinna fyrstu undanrásirnar og Justin Barcia vann svo þær næstu. Í þessari keppni eru tvö Main Event og samanlögð úrslit krýna sigurvegarann. Í Main Event 1 var það Justin Barcia sem sigraði en Chad Reed náði þó að keyra sig uppí annað sæti eftir krass eftir startið, áhorfendum til mikillar ánægju. Í Main Event 2 börðust þeir tveir svo gríðarlega en Chad Reed hafði betur og sigraði, með því náði hann einnig að sigra keppnina. Justin Barcia endaði því annar og í þriðja endaði Frakkinn Cyrille Coulon.
Video frá Genova Superbowl of Supercross 2011:
Úrslitin úr Genova Superbowl of Supercross 2011:
1. Chad Reed (2-1)
2. Justin Barcia (1-2)
3. Cyrille Coulon (4-3)
4. Arnaud Tonus (3-4)
5. Bonini Matteo (7-5)
6. Martin Christophe (6-6)
7. Thomas Ramette (5-10)
8. Boris Maillard (9-7)
9. Cedric Mannevy (10-9)
10. Jason Clermont (13-8)
Fleiri greinar...
- WEIMER AND SEARLE AT BERCY SX 2011
- BERCY SUPERCROSS 2011 - SUNNUDAGUR
- BERCY SUPERCROSS 2011 - LAUGARDAGUR
- BERCY SUPERCROSS 2011 - FÖSTUDAGUR
- JS7 - KOMINN TIL JGR MX
- MONSTER ENERGY CUP 2011
- JS7 - ONBOARD VIDEO
- MONSTER ENERGY CUP 2011 - ON SPEED TV
- MONSTER ENERGY CUP 2011 - PRESS DAY
- RYAN DUNGEY ON KTM - VIDEO