Supercross
MONSTER ENERGY CUP 2011
Í fyrsta skiptið er Monster Energy Cup yfirstaðið og þvílík flugeldasýning sem var í gangi í nótt í Las Vegas. Ekki nóg með að brautin væri svakaleg og frábrugðin öllum öðrum brautum, og að keppnisfyrirkomulagið væri allt öðruvísi en venjulega, og það var Freestyle Best Trick keppni, og það var bæði Amateur og Super Mini race, og það var, og það var... Heldur þá voru Main Event-in alveg geðveik og þau voru þrjú að þessu sinni !
En það var bara einn maður sem átti þetta skuldlaust og það var maðurinn sem hefur átt árið 2011 í Bandaríkjunum, bæði í Supercrossi og Motocrossi, enginn annar en Ryan Villopoto. Hann sýndi öllum að þeir þurfi að spýta í lófana fyrir 2012 ef einhver ætlar að eiga séns, því í öllum þremur Main Event hítunum hvarf Villopoto og sigraði örugglega öll hítinn. Þannig að eftir fullkomið ár hjá Villopoto gerði hann sér lítið fyrir og bætti við einni milljón dollara í bónus fyrir að sigra öll þrjú hítin ! Það var hreint ótrúlegt að horfa á hann ! Á eftir Villopoto var Ryan Dungey á nýja KTM-inu og var í góðum gír en ekki nóg til að stríða Villopoto, Dungey endaði annar í keppninni á undan Brett Metcalfe sem var að keyra svaka flott !
Þá að Freestyle Best Trick keppninni, þarna fengu 5 keppendur tækifæri til að mæta og leggja allt í sölurnar fyrir eitt stökk og séns á að vinna 40 þús dollara. Mikil æftirvænting var eftir að sjá Kyle Loza en hann var fyrir keppnina búinn að segja að hann ætlaði að reyna nýtt stökk þar sem hann snýr hjólinu í hring undir sér. En það mistókst því miður þar sem hann varð að beila í miðju stökki og lenti ekki. Það var hinsvegar ekki þar með sagt að þetta yrði hrikalegt því Mark Monea mætti og púllaði "360 Frontflip" sem var alveg geðsjúkt, alveg hreint ótrúlegt hvernig honum tekst að lenda þessu stökki en með þessu stökki sigraði hann Best Trick keppnina á undan Jackson Strong sem gerði "Off axis Frontflip" og í þriðja endaði Todd Potter með klassískt "Backflip Superman" stökk.
Svo var það Amateur keppnin sem var sko ekki af verri endanum, þar var bestu "amateur-unum" boðið að koma og keppa en það var alveg ótrúlegur akstur á þeim, kom mér mjög á óvart hvað þeir voru hraðir. Það var gríðarlega hörð barátta og margir sem gátu tryggt sér sigur. Þeir sem enduðu topp 4 í fyrra hítinu röðuðust svo akkurat öfugt í topp 4 í seinna þannig að efstu 4 ökumennirnir voru jafnir að stigum sem sýnir bara hversu hörð baráttan var. En það var Justin Hill sem sigraði seinna hítið og því keppnina, annar varð Austin Politelli og í þriðja varð Cole Thompson !
Nú að Super Mini keppninni en þar var þeim bestu á litlu hjólunum boðið að koma og keppa. Allra augu voru auðvitað á Adam Cianciarulo sem er alveg ótrúlegur ökumaður. Hann stóð sig hrikalega og sigraði bæði hít keppninnar og sigraði því örugglega. Á eftir honum var Cooper Webb og í þriðja endaði Blake Green.
Monster Energy Cup 2011 - Pro Class
1. Ryan Villopoto (1-1-1)
2. Ryan Dungey (3-2-2)
3. Brett Metcalfe (4-3-3)
4. Martin Davalos (7-7-5)
5. Eli Tomac (5-4-10)
6. Kyle Chisholm (9-9-7)
7. Nick Wey (14-11-4)
8. Jimmy Albertson (11-10-8)
9. Jake Weimer (12-6-11)
10. Mike Alessi (6-21-6)
Monster Energy Cup 2011 - Freestyle Best Trick
1. Mark Monea (94.0)
2. Jackson Strong (93.0)
3. Todd Potter (85.7)
4. Kyle Loza (65.3)
5. Cam Sinclair (65.0)
Monster Energy Cup 2011 - Amateur Class
1. Justin Hill (4-1)
2. Austin Politelli (3-2)
3. Cole Thompson (2-3)
4. Zach Bell (1-4)
5. Jessy Nelson (5-7)
Monster Energy Cup 2011 - Super Mini Class
1. Adam Cianciarulo (1-1)
2. Cooper Webb (2-2)
3. Blake Green (3-3)
4. Brad Young (5-4)
5. Mark Worth (6-6)
Geðveik keppni í alla staði ! Nú er bara að bíða eftir Supercrossinu 7. janúar 2012 !
JS7 - ONBOARD VIDEO
Þó James Stewart sé ekki að mæta á Monster Energy Cup í kvöld í Las Vegas og viti ekki einu sinni á hvaða hjólategund hann verði á næsta tímabili er hann samt ennþá að hjóla í draumabrautinni sinni heima hjá sér ! Í fyrradag skellti hann þessari klippu á netið...
MONSTER ENERGY CUP 2011 - ON SPEED TV
ATH. Búinn að uppfæra linkinn á útsendingu sem er virk ! Smellið á kvikindið og fylgist með ;) !
Auðvitað er ég búinn að finna handa ykkur Speed TV á netinu svo allir geti fylgst með fjörinu í beinni á laugardaginn eða um nóttina öllu heldur þegar Monster Energy Cup 2011 fer fram í Las Vegas ! Smellið bara á myndina til að hoppa yfir á útsendinguna ! Dagskráin er svo fyrir neðan á íslenskum tíma !
Monster Energy Cup 2011 - Dagskrá (íslenskur tími):
02:00 - 02:20 - Opening Ceremonies
02:20 - 02:30 - Heat 1 - 8 Laps [20 Riders] (1-4 Advance to the Main Event)
02:30 - 02:40 - Heat 2 - 8 Laps [20 Riders] (1-4 Advance to the Main Event)
02:40 - 02:45 - Super Mini Race 1 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
02:45 - 02:55 - Semi 1 - 6 Laps [16 Riders] (1-5 Advance to the Main Event)
02:55 - 03:05 - Semi 2 - 6 Laps [16 Riders] (1-5 Advance to the Main Event)
03:05 - 03:10 - Amateur All-Stars Race 1 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
03:10 - 03:15 - LCQ - 4 Laps [22 Riders] (1-4 Advance to the Main Event)
03:15 - 03:35 - Best Trick Competition
03:35 - 03:45 - Intermission
03:45 - 04:00 - Main Event 1 - 10 Laps [22 Riders]
04:00 - 04:15 - Super Mini Race 2 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
04:15 - 04:30 - Main Event 2 - 10 Laps [22 Riders]
04:30 - 04:45 - Amateur All-Stars Race 2 - 5 Laps [22 Riders] (Two Moto Format)
04:45 - 05:00 - Main Event 3 - 10 Laps [22 Riders]
MONSTER ENERGY CUP 2011 - PRESS DAY
Það styttist óðum í Monster Energy Cup sem fer fram á laugardaginn 15. október í Las Vegas. Í dag var haldinn "Press Day" en brautin er öll að fæðast og fengu útvaldir að taka smá prufuhring. Einnig var fjölmiðlafundur og þar kynntu Monster gellurnar heilar 1 milljón dollara sem verða í verðalaun fyrir þann sem vinnur öll þrjú "main event-in" ! Ekki nóg með þetta en þá staðfesti Ryan Dungey að hann myndi mæta til keppni á nýja KTM-inu ! Þetta verður svakaleg keppni !
RYAN DUNGEY ON KTM - VIDEO
Hér er fyrsta video-ið sem við sjáum af Ryan Dungey á nýja KTM-inu en hann samdi nýverið við KTM til tveggja ára. Þetta var búið að liggja lengi í loftinu en eftir að Roger Decoster fór frá Suzuki yfir til KTM var bara tímaspursmál hvenar Dungey fylgdi í kjölfarið enda hefur Decoster verið við hlið Dungey frá unga aldri og komið honum áfram í sportinu ! En hérna er smá sýnishorn af því sem koma skal í vetur, spurning hvort KTM geti þá loksins náð sér í einhverja sigra í ameríkuhreppnum...