Hjól
CHRIS AKRIGG - TRIAL TRAILS
Hrikalega töff video sem hjólamaðurinn Chris Akrigg var að senda frá sér þar sem hann sýnir ótrúlegar listir á "All Mountain" fjallahjóli og hoppar og hendir því til eins og ekkert sé... Hann segir sjálfur í lýsingu við myndbandið að hugmyndin hafi verið að fara út að hjóla án þess að láta nein hlið, girðingar eða annað hægja á sér og ég held bara að honum hafi tekist það þokkalega vel ! Sjón er sögu ríkari !
DANNY MACASKILL - IMAGINATE
Danny Macaskill heldur áfram að toppa sig með nýjasta myndbandi sínu sem hann kallar Imaginate, hingað til hefur hann fundið sér staði með hlutum til að gera listir sínar á en núna tók hann alveg nýjan pól í þetta og var heilt sett smíðað eftir hugmyndum hans svo hann gæti gert þær listir sem hann hefur dreymt um ! Það er líka óhætt að segja að þetta sé alveg í nýjum standard miðað við eldri myndbönd frá honum og skildi mig allavega eftir gjörsamlega agndofa ! Sjón er sögu ríkari svo smellið á play og reynið að trúa augunum ykkar...
MARTYN ASHTON - ROAD BIKE PARTY
Þetta video er algjörlega fáránlegt, sá þetta fyrir nokkru síðan og þrátt fyrir að margir séu kannski búnir að sjá þetta fannst mér þetta bara verða að fara hingað inn ! Hérna er fer semsagt "trial" hjólasnillingurinn Martyn Ashton og grípur í hrikalegt carbon götuhjól sem kostar litlar 2 milljónir og sýnir okkur að það er hægt að gera ýmislegt fleira en að bara bruna eftir malbikinu á svona hjóli ! Alveg magnað video sem enginn má missa af !
DANNY HART TEKUR MENN Í KENNSLUSTUND
Þetta er alveg fáránlegt ! Bretinn Danny Hart gjörsamlega rústaði heimsmeistaramótinu í Downhill sem fór fram í Champery í Sviss fyrir tveim helgum, í þessum ógeðis blautu drullu aðstæðum þá tók hann vel á því og já...sjúkt !
INDUSTRIAL REVOLUTIONS
Ofurhjólarinn Danny Macaskill var að senda frá sér nýtt video og það er alveg óhætt að segja að hann hafi ekkert slakað á síðan við fengum að sjá síðasta video frá honum. Þessi klippa er tekin upp á gamalli lestarstöð einhversstaðar í sveitum Skotlands. Þetta er alger geðveiki !