Hjól

SAAS-FEE GLACIER DOWNHILL 2011

Hið árlega jökla Downhill í Saas-Fee var haldið í 8. skiptið fyrir stuttu en þar er brunað úr 3.500 metra hæð ofan af jökli og niður í 1.800 metra. Það voru frábærar aðstæður og svakalega hörð keppni á milli þeirra 108 hjólara sem tóku þátt. Sá sem sigraði var Bernard Rösch en hann lækkaði sig um þessa 1.700 metra á litlum 7 mínútum og 59 sekúndum og náði hámarkshraða 144 km/klst !

Þetta er alveg geðveik keppni, þyrfti að búa til mini útgáfu af þessu í Hlíðarfjalli, byrja á toppnum í Strýtunni og enda niðrí bæ bara !

Nánar / Tjá skoðun