Snjóbretti
PAPER SHREDDER
Stop-Motion snjóbretta video ? Jebb, hérna er hrikalega artý og hrikalega töff stop-motion snjóbretta video sem er alveg þess virði að kíkja á, mjög töff hugmynd og það má líka segja að pappírs-pési sé bara nokkuð góður á snjóbretti...
P.S. Bræðurnir Paul og Stephen Gemignani gerðu myndina, fígúran er Paul sjálfur en Stephen myndaði hann að renna sér og síðan var Paul prentaður út og klipptur til fyrir myndina. Stofan heima hjá þeim varð svo að settinu fyrir myndina og það fóru 246 klukkutímar í að gera myndina ! Talandi um metnað !
PEPPING!
Íslensku snjóbrettagoðin Eiki, Gulli og Halldór voru að senda frá sér nýja mynd sem er gefin út frítt á netinu ! Þessi mynd er eins upp sett og myndin Sexual Snowboarding sem þeir sendu frá sér í fyrra og aftur eru þeir með opinn part í myndinni þar sem þeir sýna klippur sem fólk hefur sent inn um allan heim ! Partarnir hjá strákunum og svo öðrum vinum þeirra eru svo alveg virkilega flottir og bara virkilega töff mynd ! Svo nú er ekkert annað að gera en að koma sér vel fyrir og smella á "play" !
SNJÓBRETTAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI 03-05.02.12
Helgina 3-5 febrúar 2012 fór fram snjóbrettahátíð í boði Brettafélags Íslands á Siglufirði. Hátíðin var styrkt af Monster Energy, X-inu 977, Fjallabyggð, Kaffi Rauðku, Nikita, Brim og Mohawks. Hérna er flott video frá helginni frá Trailerpark Studios...
POWSURFING - NÝTT ÆÐI EÐA FLOPP ?
Nýtt sport er búið að vera í fæðingu núna í nokkur ár og það er kallað "powder surfing" en þar ertu bara á plötu í raununni, engar bindingar eða neitt rugl, pjúra surf í snjónum ! Ég sá þetta nú bara fyrst í snjóbrettamyndinni Twelve sem kom út í haust en þar er Wolfgang Nyvelt með mjög flottann part á svona bretti ! En þessi bretti eru víst handsmíðuð af Grassroots Powdersurfing í Utah í Bandaríkjunum og til ýmsar tegundir af brettum. Þar er forsprakkinn Jeremy Jensen sem er einnig mjög góður á þessu ! Getið tjékkað á þessu á síðunni þeirra www.powsurf.com !
Hérna er mjög töff video frá Grassroots Powdersurfing en þetta er Teaser fyrir vefþáttaseríu sem þeir eru að fara af stað með tileinkuð "powder surfing" !
Spurning hvort þetta nái einhverntíma almennilegum vinsældum, held allavega að þetta taki aldrei framúr venjulega snjóbrettinu... Samt töff "concept" !