Snjóbretti

SEXUAL SNOWBOARDING

Íslensku snjóbrettagoðin Eiki og Halldór Helgasynir ásamt Gulla Guðmundssyni voru að senda frá sér þessa geggjuðu snjóbrettamynd sem er hægt að sjá alla á netinu. Þeir félagarnir eru klárlega að halda sér í hópi bestu snjóbrettamanna heims og í þessari mynd er alveg fullt af hrikalega flottum skotum ásamst allskyns vitleysu ! Mæli með að þið smellið þessari í gang og kíkið á þessa snilld !

GOTHENBURG RAILBATTLE 2011

Gothenburg Railbattle fór fram um helgina í Gautaborg í Svíþjóð. Það voru 27 keppendur sem voru boðnir til leiks og það var greinilega fáránlega gott "level" á "action-inu" ! Íslendingurinn Einar Stefánsson var meðal keppenda en ég sá ekki hvar hann endaði. Það var hinsvegar Mark Swoboda frá Austurríki sem kom sá og sigraði eftir harða keppni !

Gothenburg Railbattle 2011Gothenburg Railbattle 2011Gothenburg Railbattle 2011

Myndir frá Onboard

Tjékkið á þessu geggjaða myndbandi af Gothenburg Railbattle frá "the Mustachio":

Úrslitin úr Gothenburg Railbattle 2011:

1. Marc Swoboda (AUT)
2. Len Roald Jorgensen (NOR)
3. Denis Leontyev (RUS)

Best Trick Down Flat Down: Kalle Ohlsson (SWE)
Best Trick Shootout: Marc Swoboda (AUT)
Best Trick Down Rail: Denis Leontyev (RUS)

JIB COMP AKUREYRI 04.11.11 - JP VIDEO

Hérna er smá edit sem ég henti saman frá jib keppninni á Akureyri síðasta föstudag. Fullt af flottu action-i og nýja custom shoulder rig-ið fyrir vélina var alveg að gera sig ! Vona að ykkur líki, endilega share-ið út um allt ! Jonni Productions out...

SNJÓBRETTA KEPPNI Á AK 04.11.11

Á föstudagskvöldið kíkti ég á Snjóbretta keppni/session á Akureyri. Það er nýbúið að koma upp ljósastaurum á bakvið skautahöllina þar sem Akureyska snjóbretta "crowd-ið" hefur komið upp flottu "rail" svæði. Monster Energy var í boði fyrir alla og það var flott "action" í gangi á rörinu góða. Það hefði reyndar mátt vera aðeins betra skipulag í kringum keppnina þar sem enginn virtist vita hvað væri í gangi og ekki hjálpaði til að rafmagnið á aukaljósunum og hátalarakerfinu sló reglulega út... En ég smellti af nokkrum römmum þó þeir séu svona misgóðir og henti í albúm hérna á myndasíðunni. Ég filmaði líka eitthvað og er að fara yfir það og klippa, hendi því inn um leið og það er klárt ! Úrslitin úr keppninni eru hér fyrir neðan !

Snjóbretta keppni AK 04.11.11Snjóbretta keppni AK 04.11.11Snjóbretta keppni AK 04.11.11

Snjóbretta keppni á AK 04.11.11 í boði Monster Energy

Yngri flokkur (14 ára og yngri):
1. Björn Jóhannsson
2. Sólon Arnar Kristjánsson

Best bail: Hrannar Ingi Óttarsson

Eldri flokkur (15 ára og eldri):
1. Hákon Traustason
2. Ísak Kristinn Harðarson

Best Trick: Sindri Steinarsson

THE ART OF FLIGHT Í BÍÓ Á ÍSLANDI

Nú gefst okkur á klakanum tækifæri til að sjá meistaraverki "The Art of Flight" í topp gæðum í bíó ! Snjóbrettamyndin "The Art of Flight" er frá sömu framleiðendum og færðu okkur "That's it That's all" sem setti öllum öðrum framleiðendum tóninn næstu ár og nú hafa þeir enn og aftur sett hærra viðmið með ótrúlega flottri myndatöku, vinnslu og auðvitað snjóbrettafólkinu í myndinni sem eru meðal þeirra bestu í heimi ! Auk þess verður Red Bull á staðnum ásamt Nikita og fleirum ! Ekki láta þetta framhjá ykkur fara !

The Art of Flight - Í bíó á Íslandi