ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD
Um helgina fór fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt við í Ironwood í Bessemer, Michigan. Brautin sem boðið var uppá var alveg hrikalega flott með rosalega flottum "rythma" köflum og lá upp og niður brekkur skíðasvæðisins. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !
Á laugardeginum fór fram fyrri umferð helgarinnar í Pro Open. Af startlínunni var það Darrin Mees sem tók holuskotið en ekki leið á löngu þar til Tucker Hibbert og Ross Martin tóku við forystunni en í næstu beygju lenti Tucker í árekstri og datt aftur í 5. sæti. Ross Martin gaf allt hvað hann gat til að byggja upp forskot milli hans og Robbie Malinoski sem var þá kominn í annað sætið. Tucker Hibbert keyrði alveg hrikalega og týndi upp sætin eftir því sem leið á hítið, á 14. hring náði hann svo upp í annað sætið og þegar fjórir hringir voru eftir var hann kominn alveg á drullusokkinn hjá Ross Martin. Tucker reyndi svo að fara inná Ross Martin og rákust þeir saman í beygjunni og um leið og Tucker hafði náð forystunni fór allt í klúður og hann þurfti að hætta vegna bilunar í sleðanum eftir áreksturinn. Þvílík barátta í einu mest spennandi híti síðari ára !
Á sunnudeginum fór svo fram seinni umferð helgarinnar í Pro Open. Þar mætti Tucker Hibbert greinilega með hugann við efnið og strax byrjaði hann á að taka holuskotið og kvaddi síðan eftir það og átti enginn séns í hann. Ross Martin elti eins og hann gat í öðru sætinu og á eftir honum var það Robbie Malinoski. Ekki mikil læti í þessu híti og greinilegt að Tucker-inn er að ná "contact" við nýja sleðann !
Alveg svakalega spennandi keppnishelgi í ISOC Snocrossinu 2012 og klárt að þetta stefnir í flott tímabil !
Myndir frá www.isoc.com
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Ironwood !
SEXUAL SNOWBOARDING
Íslensku snjóbrettagoðin Eiki og Halldór Helgasynir ásamt Gulla Guðmundssyni voru að senda frá sér þessa geggjuðu snjóbrettamynd sem er hægt að sjá alla á netinu. Þeir félagarnir eru klárlega að halda sér í hópi bestu snjóbrettamanna heims og í þessari mynd er alveg fullt af hrikalega flottum skotum ásamst allskyns vitleysu ! Mæli með að þið smellið þessari í gang og kíkið á þessa snilld !
RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - 1ST
Það verður spennandi að sjá þá félagana á gamlárskvöld reyna við lengdarmetið bæði á sleða og hjóli saman. Þeir eru núna að æfa sig og fikra sig lengra og lengra, eins og flestir vita krassaði Levi LaVallee við æfingar fyrir þetta í fyrra og því magnað að sjá hann mæta aftur þar sem frá var horfið. Svakalegt hvað þeir eru líka að lenda harkalega, hlýtur að þurfa að vinna eitthvað í þessu. Þetta verður klárlega á við góða flugeldasýningu !
ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD - LIVE
Um helgina fer fram önnur keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !
ISOC Snocross 2012 - Round 3/4 - Ironwood - Dagskrá (íslenskur tími):
Laugardagur:
23:05 - Pro Lite #1 - Round 1
00:20 - Pro Open - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:30 - Pro Open - Round 2
01:50 - Pro Lite #1 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #1 - Final
03:15 - Pro Open - Final
Sunnudagur:
22:30 - Pro Lite #2 - Round 1
00:20 - Pro Open - Round 1
00:40 - Pro Lite #2 - Round 2
01:55 - Pro Open - Round 2
02:05 - Pro Lite #2 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #2 - Final
03:15 - Pro Open - Final
Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !
SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 5
Sledhead 24/7 mætir enn og aftur með allar helstu fréttirnar ! Í þessum þætti eru skoðaðir aukahlutir fyrir Ski-Doo, farið yfir það hvernig þú setur C&A skíði undir sleðann þinn, kíkt á svakalegann Speedwerx moddaðann F1100 Turbo sleða og svo er fjallað um troðaravinnuna á bakvið hverja Snocross keppni !
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 5 - Part 1
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 5 - Part 2
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 5 - Part 3
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 5 - Part 4
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Fyrri þættir:
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3
Fleiri greinar...
- ELLINGSEN - 2012 SLEÐARNIR AÐ LENDA
- MIKE BROWN - PROFILE
- JUSTIN BARCIA - TRAINING COMPOUND
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 8
- ICEHOBBY - NÝ SALA TÆKJA
- ÍSKROSS HVALEYRARVATNI 04.12.11
- TUCKER HIBBERT - DULUTH 2011 - VIDEO
- ÍSKROSS HVALEYRARVATNI 03.12.11
- BACKYARD SESSION 02.12.11
- ALL I CAN - JP AUCLAIR STREET SEGMENT