LEVI LAVALLEE HJÁ JAY LENO
Snjósleða ofurhuginn Levi LaVallee mætti á dögunum í spjallþáttinn hjá Jay Leno til að ræða við hann um stökkið sitt um áramótin með Robbie Maddison. Virkilega töff viðtal og Levi tekur smá stönt á sleðanum fyrir utan stúdíóið ! Illa flottur !
TUCKER HIBBERT - IRONWOOD - VIDEO
Tucker Hibbert sendir aftur frá sér töff video frá annarri keppnishelginni í ISOC seríunni sem fór fram um síðustu helgi í Ironwood í Bessemer, Michigan. Kappinn var mjög nálægt því að eiga fullkomna helgi en lenti í bilun í sleðanum fyrri daginn en sigraði þann seinni !
ÍSLANDSMÓTIÐ Í SNO CROSS COUNTRY 2012
Nú skulu allir taka eftir ! Í vetur er stefnan að keyra í fyrsta sinn íslandsmót í Sno Cross Country eða einskonar enduro á snjósleðum. Síðasta vor var keyrt svona bikarmót á Mývatni og gekk þrusu vel þrátt fyrir að veðrið hafi mátt vera betra, en menn brostu allavega allir hringinn eftir það mót og það ýtti okkur út í að keyra á íslandsmót í þessu. Eins og allir vita hefur keppnishald í snjósleðaakstri dottið í dvala eftir að Snocross-ið datt upp fyrir og langar okkur með þessu að búa til nýjan vettvang fyrir menn og konur til að mæta og etja kappi á snjósleðum þar sem allir geta tekið þátt, sleðategund, árgerð eða vélarstærð skiptir engu máli og því tilvalið fyrir alla að mæta í vetur út í hvítagullið og taka á því í góðu gamni !
Hvet alla til að fylgjast með nánari fréttum en hér fyrir neðan er auglýsing fyrir Íslandsmótið í Sno Cross Country 2012 !
VETRARDAGSKRÁ MSÍ 2012
MSÍ var að senda frá sér vetrardagskránna fyrir veturinn 2012, Ís-Cross-ið á sínum stað, bikarmót í snjóspyrnu og svo glæný keppnisgrein, Sno Cross Country sem allir eiga að mæta í ! Þetta verður glæsilegur vetur !
Vetrardagskrá MSÍ 2012
Grein: | Dagsetning: | Mótaröð: | Staðsetning: | Aðildarfélag: |
Ís-Cross | 28. Janúar. | Íslandsmót | Reykjavík / Sauðárkrók / Mývatn | VÍK / AM |
Sno-CC | 4. Febrúar. | Íslandsmót | Reykjavík / Bláfjöll | TTK / VÍK |
Snjóspyrna | 10. Febrúar. | Bikarmót | Akureyri | KKA |
Ís-Cross | 11. Febrúar. | Íslandsmót | Akureyri | KKA / AM |
Snjóspyrna | 16. Mars. | Bikarmót | Mývatn | AM |
Ís-Cross | 17. Mars. | Íslandsmót | Mývatn | AM |
Sno-CC | 17. Mars. | Íslandsmót | Mývatn | AM |
Sno-CC | 14. Apríl. | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
SLEÐASKÓLI LEXA 2011/2012
Frá Lexa:
Erum að kanna áhuga fyrir veturinn, ætlum að kenna öllum sem vilja læra meira.
Endurgreiðum námskeið að fullu ef menn læra ekki neitt nýtt !!!
Ath.
Nú er hægt að fá Gjafakort í sleðaskólann.
Flott gjöf fyrir allt sleðafólk sem vill læra meira.
Gildir á öll námskeið sem verða haldin í vetur.
Frekari upplýsingar á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. eða í síma 660 6707
Fleiri greinar...
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD
- SEXUAL SNOWBOARDING
- RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011 - 1ST
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 3/4 - IRONWOOD - LIVE
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 5
- ELLINGSEN - 2012 SLEÐARNIR AÐ LENDA
- MIKE BROWN - PROFILE
- JUSTIN BARCIA - TRAINING COMPOUND
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 8
- ICEHOBBY - NÝ SALA TÆKJA