POWSURFING - NÝTT ÆÐI EÐA FLOPP ?
Nýtt sport er búið að vera í fæðingu núna í nokkur ár og það er kallað "powder surfing" en þar ertu bara á plötu í raununni, engar bindingar eða neitt rugl, pjúra surf í snjónum ! Ég sá þetta nú bara fyrst í snjóbrettamyndinni Twelve sem kom út í haust en þar er Wolfgang Nyvelt með mjög flottann part á svona bretti ! En þessi bretti eru víst handsmíðuð af Grassroots Powdersurfing í Utah í Bandaríkjunum og til ýmsar tegundir af brettum. Þar er forsprakkinn Jeremy Jensen sem er einnig mjög góður á þessu ! Getið tjékkað á þessu á síðunni þeirra www.powsurf.com !
Hérna er mjög töff video frá Grassroots Powdersurfing en þetta er Teaser fyrir vefþáttaseríu sem þeir eru að fara af stað með tileinkuð "powder surfing" !
Spurning hvort þetta nái einhverntíma almennilegum vinsældum, held allavega að þetta taki aldrei framúr venjulega snjóbrettinu... Samt töff "concept" !
NEW YEARS WEEKEND MX CALIFORNIA
Mjög töff MX video frá California um áramótahelgina, flottir hjólarar og geðveikar aðstæður ! Væri ekkert slæmt að komast aðeins í hjólun þarna...
AMA SX 2012 - ROUND 1 - ANAHEIM - TRACK
Nú fer þetta allt að nálgast, fyrsta sýnishornið komið á netið af brautinni í Anaheim 1 Supercross-inu sem fer fram um helgina í USA ! Það er margt nýtt í þessari braut eins og önnur beygjan sem fer næstum því í hring, fullt af nýjum pöllum og því verður spennandi að sjá hvernig ökumennirnir tækla þetta !
ÍSKROSS BIKARMÓT Á HAFRAVATNI 7. JAN
Tekið af motocross.is:
Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni. Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld. Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir
- 85cc flokkur
- Kvennaflokkur
- Standard flokkur
- Opin flokkur
Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ. 85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman. Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu. Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45. Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45. Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.
Smellið á tímaplanið til að stækka
Eins og tekið var fram að þá fer skráning fram á vef MSÍ og munum við auglýsa það sérstaklega þegar hún opnar sem verður væntanlega seinna í kvöld. Skráningarfrestur verður út fimmtudagskvöldið til kl.21. Aðstæður á Hafravatni eru ágætar og skoðuðum við það í dag.
Árétta skal að öll hjól þurfa að vera tryggð og með ádrepara sem virkar til að vera lögleg í þessa keppni. Engin trygging eða enginn ádrepari = engin keppni hjá viðkomandi. MotoMos mun ekki endurgreiða keppnisgjald til keppands sem skráir sig og er ekki með þessa hluti á hreinu. MotoMos áskilur sér jafnframt rétt til að færa til eða sameina flokka ef skráning verður takmörkuð. Einnig áskilur MotoMos sér til að falla frá notkun tímatökubúnaðar MSÍ ef þátttaka verður dræm og talið verður upp á gamla mátann.
Ef sú aðstaða kemur upp að ekki verður hægt að halda keppni, sem ég tel afar ólíklegt, að þá verður keppnisgjaldið endurgreitt til keppenda.
KXF250 OG KX125 - NÝÁRSTILBOÐ
Í tilefni nýja ársins ætla ég að setja nýárstilboð á hjólin hjá mér fram yfir næstu helgi ! Kíkið á þetta, græjur í toppstandi !
Kawasaki KXF 250 2011:
Keyrði þetta hjól í sumar í MX og Enduro, er keyrt um 100 tíma. Var farið í allsherjar upptekt í lok ágúst, stimpilskipti og allt skoðað. Hjólið er endurotjúnnað, ljós frá KTM framan og aftan, Trailtech Vapor mælaborð og hraðamælir og svo 18" SM afturgjörð. Aðrir aukahlutir eru One/N1 límmiðakit, blátt Renthal stýri, Zeta óbrjótanleg handföng, Acerbis handahlífar, ál tanklok, FMF púst, O-hringja keðja, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði, Lightspeed Carbon Fiber bremsudiskahlífar framan og aftan og svo ál hlífðarpanna með foam á milli vélar og pönnu til að hrinda drullu frá. Plöst fyrir MX notkun fylgja og eitthvað af aukadóti getur fylgt með.
Þetta er alveg snilldar hjól í toppstandi, búið að reynast mér svakalega vel og alltaf skilað sínu !
Nýárstilboð: 990.000 kr.
Kawasaki KX 125 2008:
Hjól sem Tedda kona Hauks Þorsteins átti á undan mér, hún fékk það nýtt. Ég hef lítið notað hjólið, Arna Benný hefur hjólað aðeins á því og svo hef ég notað það í Endurocross-ið. Hjól sem er alveg 100%, gerði stimpilskipti í byrjun árs, hefur lítið verið notað í ár, einn og einn endurotúr og smölun. Aukahlutir eru One límmiðakit, extra sterkt sætisáklæði, Zeta óbrjótanlegt bremsuhandfang, loftblæðarar á framdempurum, FMF kraftpúst, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði og Pro Moto Kick It standari. Á handahlífar og eitthvað af aukaplöstum sem geta fylgt með.
Þetta "konuhjól" er alveg í toppstandi, ótrúlega skemmtileg græja sem leynir á sér !
Nýárstilboð 490.000 kr.
Áhugasamir hafið samband við mig í síma: 7718024 eða sendið póst á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. !