Motocross

CHAD REED 2011 RECAP

Chad Reed hefur átt eitt sitt flottasta ár frá upphafi þó hann hafi nú ekki labbað burt með neina titla, en hann mætti með sitt eigið lið og stakk uppí kok á öllum þeim sem voru búnir að afskrifa hann eftir 2010 tímabilið sem var jafnframt það slakasta á hans ferli. Two Two Motorsports liðið stóð sig hrikalega bæði í Supercross-inu og Motocross-inu og Chad Reed var að sýna fanta akstur, í þessu video-i fer Reed yfir keppnisárið 2011 !

MXON 2011 - JP VIDEO

Þá er stundin runnin upp ! Sjóðheitt og brakandi video úr smiðju Jonni Productions frá MXON 2011 ! Allt efni sem ég tók upp á nýju Canon 7D vélina og er hér mætt samansoðið í þessa eintómu snilld ! Þessi klippa spannar alla helgina með öllu ruglinu ! Vona að þið njótið veislunnar...

MXON 2011

Þá er Motocross of Nations 2011 afstaðið og þvílíka spennan sem var í dag ! Dagurinn byrjaði á æfingum hjá öllum, fyrst B og svo A næst þar á eftir. Eftir æfingarnar var svo komið að íslensku strákunum að standa sig í B-úrslitum.

B-úrslitin fóru af stað og Kári Jóns byrjaði með rosa flottu starti, eftir fyrsta hring var hann um miðjan hóp en Viktor og Eyþór höfðu báðir lent í einhverju niggi og voru dottnir aðeins aftur úr. Viktor keyrði sig helling í gang og Eyþór komst í gírinn rétt seinna. Það endaði með því að Viktor kláraði efstur af Íslendingunum í 26. sæti, Eyþór næstur þar á eftir í 27. sæti og loks Kári  í 28. sæti sem missti hina báða framúr sér eftir eitthvað smávægilegt klúður á síðustu hringjunum. Semsagt fínn árángur hjá strákunum og auðvitað bullandi reynsla fyrir þá alla.

Eftir B-úrslitin var svo góð pása fram að A-úrslitunum en í millitíðinni var svaka "freestyle" sýning og allskyns stemning. Í Race 1 í A-úrslitunum voru það eins og venjulega MX1 og MX2 sem mættu til leiks og þar var það enginn annar en Ástralinn Chad Reed sem tók startið og hélt forystunni allann tímann. Á eftir honum voru Bandaríkjamaðurinn Ryan Dungey og Þjóðverjinn Ken Roczen í bullandi baráttu og fór svo að Roczen hafði betur og endaði annar en Dungey þriðji.

Í Race 2 voru það MX2 og MX-Open sem börðust, þar var það Hollendingurinn Jeffrey Herlings sem tók startið og Ken Roczen þar á eftir. Fast á eftir þeim var Frakkinn Gautier Paulin en fljótlega náði hann framúr Roczen og byrjaði þá svakaleg barátta um forystuna milli hans og Herlings. En ekki leið á löngu þar til Paulin hirti forystuna og eftir það átti enginn séns og kláraði hann fyrstur. Á eftir honum endaði Herlings eftir hörku akstur og í þriðja kláraði Bandaríkjamaðurinn Ryan Villopoto eftir hrikalegan akstur en hann var mjög aftarlega út úr startinu.

Í loka híti dagsins, Race 3, voru það svo MX1 og MX-Open sem mættu á ráslínu. Þegar ráshliðin féllu var það enginn annar en Rússinn Evgeny Bobryshev sem tók startið en Ryan Villopoto tók forystuna áður en fyrsti hringur var búinn. En á öðrum hring tók Villopoto eina af sínum klassísku leggjum í beygju og þá náði Bobryshev aftur forystunni sem hann hékk á næstu þrjá hringi þar til rauðhærða kvikindið náði honum aftur. Eftir það stakk Villopoto af og sigraði örugglega en á eftir honum kom svo Ryan Dungey sem náði að vinna sig upp í annað sætið. Það var svo Suður Afríkubúinn Tyla Rattray sem endaði þriðji eftir svakalega flottan akstur.

Þannig að í enda dagsins voru það Bandaríkjamenn sem sigruðu enn einu sinni, en þeir áttu það fyllilega skilið eftir frábæran akstur hjá Villopoto og Dungey, Bagget gekk hins vegar ekki alveg nógu vel en það slapp samt til. Í öðru sæti enduðu Frakkarnir eftir gríðarlega flottan akstur hjá Gautier Paulin og þeir Marvin Musquin og Cristophe Pourcel stóðu sig mjög vel þrátt fyrir að Pourcel hafi reyndar hætt í Race 3. Í þriðja sæti enduðu svo Ástralar eftir frábæra frammistöðu hjá Chad Reed sem keyrði hrikalega í Race 1. Brett Metcalfe keyrði líka fantavel og Matt Moss skilaði sínu.

Alveg hreint mögnuð keppni í alla staði, alveg hrikaleg braut, brjáluð barátta og trylltir áhorfendur um allt svæðið !

Flestir Íslendingarnir ætla að halda stemningunni áfram hér á keppnissvæðinu í nótt en svo verður rúllað til Parísar á morgun og við Arna Benný, Signý og pabbi áfram til Brussel í flug annað kvöld.

Hér eru nokkrar myndir frá deginum en eins og ég sagði í gær mun ég svo hrúga inn myndum í albúm eftir helgina og auðvitað video fljótlega á eftir !


MXON 2011 - Race 1 - MX1/MX2:

1. Chad Reed – Australia
2. Ken Roczen – Germany
3. Ryan Dungey  USA
4. Tommy Searle – Great Britain
5. Tyla Rattray - South Africa
6. Tanel Leok – Estonia
7. Johnathan Barraga – Spain
8. Marvin Musquin – France
9.
Dean Wilson – Great Britian
10. Joel Roelants – Belgium

MXON 2011 - Race 2 - MX2/MX-Open:

1. Gautier Paulin – France
2. Jeffery Herlings – The Netherlands
3. Ryan Villopoto – USA
4. Ken Roczen – Germany
5. Kevin Strijbos – Belgium
6. Gareth Swanepoel – South Africa
7. Brett Metcalfe – Australia
8. Davide Guarneri – Italy
9. Carlos Campano – Spain
10. Arnaud Tonus – Switzerland

MXON 2011 - Race 3 - MX1/MX-Open:

1. Ryan Villopoto – USA
2. Ryan Dungey  USA
3. Tyla Rattray - South Africa
4. Tommy Searle – Great Britain
5. Davide Guarneri – Italy
6. Evgeny Bobryshev – Russia
7. Chad Reed – Australia
8. Gautier Paulin – France
9. Jeffery Herlings – The Netherlands
10. Brett Metcalfe – Australia

MXON 2011 - Overall Team Results:

1. USA
2. France
3. Australia
4. Great Britain
5. Belgium
6. South Africa
7. Germany
8. Spain
9. Netherlands
10. Estonia

31. Iceland

Kv. Jonni

MXON 2011 - QUALIFYING

Il est bon d'être en France ! Jahá, undanúrslitin eru yfirstaðin á Motocross of Nations 2011 í Frakklandi. Við, Arna Benný, Signý og pabbi, lentum seint í gærkveldi í Brussel, hoppuðum upp í bílaleigubíl og brunuðum í nótt 750km hingað niður til Saint Jean d'Angély í Frakklandi þar sem MXON keppnin fer fram í ár.

Dagurinn byrjaði með æfingarhítum fyrir alla flokka, Viktor Guðbergs fór fyrstur með MX1, Eyþór Reynis annar í MX2 og svo loks Kári Jóns með MX-Open. Öllum gekk þokkalega að fóta sig í þessari svakalegu braut sem er með þvílíka "monster" palla og jarðvegurinn í henni líka algerlega ólíkur nokkru sem við eigum að venjast ! Eftir æfingarnar var um klukkutíma hlé fram að fyrstu undanrásum og var röðin sú sama á flokkunum. Viktor fór fyrstur í MX1 og gekk mjög vel til að byrja með en seig svo aðeins aftur þegar leið á,  hann skilaði sér í mark í 28. sæti. Eyþór fór næst í MX2 og byrjaði rosa flott, var að keyra í 21. sæti best, hann lenti svo í að krassa lítillega og tapaði slatta á því. Hann skilaði sér þó í mark í 29. sæti. Kári fór svo næstur í MX-Open flokki og var að keyra jafnt og flott, byrjaði í 10. sæti út úr startinu en tapaði svo slatta niður eftir því sem á leið. Hann endaði í 30. sæti og þessi árángur strákanna dugði þeim til að ná síðasta sætinu inn í B-úrslit keppninnar á morgun.

En eftir daginn eru það Bandaríkjamenn sem eru fyrstir inn í A-úrslit morgundagsins, Ítalir í öðru og Frakkland í þriðja. Það var rosalega skemmtileg barátta í öllum flokkum en þó mest í MX1 þar sem Antonio Cairoli elti Ryan Dungey eins og skugginn allt hítið en Dungey náði að hanga á fyrsta sætinu, Cairoli endaði annar og Cristophe Pourcel í þriðja. Í MX2 var það Blake Bagget sem sigraði örugglega en á eftir honum voru Marvin Musquin í öðru og Dean Wilson í þriðja. Í MX-Open var það enn og aftur Bandaríkjamaður sem sýndi yfirburði en enginn átti séns í Ryan Villopoto, í öðru á eftir honum var Davide Guarneri og í þriðja Gautier Paulin.

Það verður því hrikalega spennandi að fylgjast með gangi mála á morgun, allt getur gerst !

Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins stendur sig með prýði og stemningin í hópnum alveg frábær, það er því ekkert nema stuð framundan og ekkert í boði nema fullt rör á morgun í B-úrslitum !

Ég var svo heppinn að fá "Media" passa inn á svæðið og gat því verið algerlega hvar sem er í dag að mynda og filma, henti hér inn nokkrum römmum frá deginum en svo hrúgast inn myndir í albúm eftir helgina og video fljótlega þar á eftir ;) !


MXON 2011 - MX1 Qualifying:

1. Ryan Dungey - USA
2. Antonio Cairoli – Italy
3. Christophe Pourcel – France
4. Chad Reed – Australia
5. Tyla Rattray - South Africa
6. Rui Goncalves – Portugal
7. Tanel Leok – Estonia
8. Evgeny Bobryshev – Russia
9. Tommy Searle – Great Britain
10. Johnathan Barraga – Spain

MXON 2011 - MX2 Qualifying:

1. Blake Baggett – USA
2. Marvin Musquin – France
3. Dean Wilson – Great Britian
4. Ken Roczen – Germany
5. Joel Roelants – Belgium
6. Alessandro Lupino – Italy
7. Pascal Rauchenecker – Austra
8. Stefan Kjer Olsen – Denmark
9. Jose Antonio Butron – Spain
10. Stuart Edmonds – Ireland

MXON 2011 - MX-Open Qualifying:

1. Ryan Villopoto – USA
2. Davide Guarneri – Italy
3. Gautier Paulin – France
4. Kevin Strijbos – Belgium
5. Brett Metcalfe – Australia
6. Gareth Swanepoel – South Africa
7. Jeffery Herlings – The Netherlands
8. Arnaud Tonus – Switzerland
9. Carlos Campano – Spain
10. Martin Michek – Czech Republic

MXON 2011 - Overall Team Qualifying:

1. USA
2. Italy
3. France
4. Belgium
5. Australia
6. South Africa
7. Great Britain
8. Portugal
9. Spain
10. Switzerland

Kv. Jonni

MXON 2011 - PREVIEW VIDEO

MXON 2011 er að nálgast, bara nokkrir dagar í þessa geðveiki ! Hér eru tvö flott upphitunar video fyrir helgina þar sem fjallað er um þessa gömlu og rótgrónu keppni sem krýnir sannan heimsmeistara í motocrossi hvert ár !

Djöfull verður gaman að fylgjast með þessu um helgina !