Motocross

AMA MX 2011 - ROUND 12 - PALA

Síðasta umferðin í AMA Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Pala brautinni. Í 450 flokknum var það Ryan Dungey sem sigraði keppnina en það var enginn annar en Ryan Villopoto sem hirti titilinn og það annar titill hans á árinu ! Ekki slæmt ár hjá rauðhærða kvikindinu og þess verður sennilega minnst sem eins mest spennandi árs bæði í Supercross og Motocross ! Í 250 flokknum var það Dean Wilson sem sigraði bæði hít þrátt fyrir mikla baráttu frá liðsfélaga sínum Blake Bagget. Dean Wilson tók titilinn í 250 flokknum eftir alveg geggjað season !

Hér er eitt fríkað en töff Remix video frá Pala keppninni um helgina...

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

FIM MX 2011 - ROUND 15 - FERMO,ITALY

15. umferðin og sú síðasta í FIM Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Fermo á Ítalíu. Í MX1 flokknum var það Frakkinn Gautier Paulin sem sigraði keppnina og það í fyrsta sinn sem hann keppir í MX1 en hann hefur keppt allt tímabilið í MX2. Hann var valinn í franska landsliðið fyrir MXON til að keppa í Open flokki og það varð kveikjan að því að hann mætti á 450 hjóli í MX1. Því miður vantaði þrjá af topp ökumönnunum en Ítalinn Antonio Cairoli var fyrir keppnina búinn að tryggja sér titilinn í MX1 ! Í MX2 flokknum var það Hollendingurinn Jeffrey Herlings sem sigraði keppnina. Þjóðverjinn Ken Roczen sem hafði fyrir keppnina tryggt sér titilinn mætti til leiks á 125 tvígengis tryllitæki en eftir að hafa klárað í fimmta sæti í fyrra hítinu þurfti hann að hætta þar sem stýrið á hjólinu var allt í steik eftir byltu en fyrir hana var hann í fjórða sæti, ekki slæmt á tvígengis blöðru !

Hér er svo "Highlights" video frá keppninni um helgina...

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

JS7 - NÝJA HJÓLIÐ...

Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort James Stewart sé að fara á nýtt hjól fyrir komandi tímabil, hann ákvað því að bjóða okkur í heimsókn og sýna okkur hvað væri í gangi ! Hækkiði bara hljóðið í hátölurunum því þetta er unaður ! Úff þetta myndband...

MXON 2011 - TEAM ICELAND

Eins og allir ættu að vita þá fer Motocross of Nations 2011 fram um aðra helgi í Saint Jean D'Angely og nú eru strákarnir í Íslenska landsliðinu að týnast út í heim til æfinga fyrir keppnina. Kári og Viktor fóru til dæmis í gærnótt út til Spánar til að æfa með Mats Nilson fram að keppni. Eyþór er líka á leið út að æfa og það er klárt að strákarnir ætla sér að mæta helillir til Frakklands um aðra helgi og vera landi og þjóð til sóma !

Það er stór hópur Íslendinga sem ætlar út að styðja strákana og þar á meðal ég að sjálfsögðu ! Ég ætla að vera duglegur að færa ykkur fréttir af keppninni beint hingað inn á jonni.is !

Mæli með að allir "like-i" Facebook síðu landsliðsins en þar er færðar inn fréttir af strákunum reglulega ! Hlekkur á síðuna er hér fyrir neðan !

Facebook síða Team Iceland MXON 2011

MX brautin í Saint Jean D'AngelyKári og Viktor í Keflavík á leið til Spánar