Mótorhjól

SX 2012 UPPHITUN !

Kvöldið er runnið upp, fyrsta umferðin á nýju tímabili í Supercrossinu fer fram í kvöld í Anaheim ! Eftir síðasta tímabil sem fór í sögubækurnar sem mest spennandi tímabil allra tíma þá er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir komandi tímabili ! Allir topparnir eru klárir í slaginn og hver öðrum hungraðari í titilinn !

Sem upphitun tók ég hérna saman flott video af helstu köppunum til að lifa af þar til "Slicknick" goð allra Supercross áhugamanna utan ameríku smellir keppninni inn á netið !

Hver ætli starti þessu tímabili með fyrsta sigrinum ?

Ryan Villopoto #1

Chad Reed #22

Ryan Dungey #5

James Stewart #7

Trey Canard #41

NEW YEARS WEEKEND MX CALIFORNIA

Mjög töff MX video frá California um áramótahelgina, flottir hjólarar og geðveikar aðstæður ! Væri ekkert slæmt að komast aðeins í hjólun þarna...

AMA SX 2012 - ROUND 1 - ANAHEIM - TRACK

Nú fer þetta allt að nálgast, fyrsta sýnishornið komið á netið af brautinni í Anaheim 1 Supercross-inu sem fer fram um helgina í USA ! Það er margt nýtt í þessari braut eins og önnur beygjan sem fer næstum því í hring, fullt af nýjum pöllum og því verður spennandi að sjá hvernig ökumennirnir tækla þetta !

ÍSKROSS BIKARMÓT Á HAFRAVATNI 7. JAN

Tekið af motocross.is:

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Smellið á tímaplanið til að stækka

Eins og tekið var fram að þá fer skráning fram á vef MSÍ og munum við auglýsa það sérstaklega þegar hún opnar sem verður væntanlega seinna í kvöld.  Skráningarfrestur verður út fimmtudagskvöldið til kl.21.  Aðstæður á Hafravatni eru ágætar og skoðuðum við það í dag.

Árétta skal að öll hjól þurfa að vera tryggð og með ádrepara sem virkar til að vera lögleg í þessa keppni.  Engin trygging eða enginn ádrepari = engin keppni hjá viðkomandi.  MotoMos mun ekki endurgreiða keppnisgjald til keppands sem skráir sig og er ekki með þessa hluti á hreinu.  MotoMos áskilur sér jafnframt rétt til að færa til eða sameina flokka ef skráning verður takmörkuð.  Einnig áskilur MotoMos sér til að falla frá notkun tímatökubúnaðar MSÍ ef þátttaka verður dræm og talið verður upp á gamla mátann.

Ef sú aðstaða kemur upp að ekki verður hægt að halda keppni, sem ég tel afar ólíklegt, að þá verður keppnisgjaldið endurgreitt til keppenda.

DREAM RIDE

Alveg fáránlega töff video frá JDR Motorsports liðinu með þeim Malcom Stewart og ástralanum Josh Cachia. Video-ið er tekið upp í regnskógum norður Ástralíu og er svo sannarlega eitthvað sem ekki hefur sést áður !