RC Í BÍLTÚR MEÐ KEN BLOCK
DC var að senda frá sér video þar sem motocross goðið Ricky Carmichael mætir í heimsókn til rallý brjálæðingsins Ken Block og fer hring með honum í Ford Fiesta kvikindinu, ég hugsa að maður myndi líka ekki alveg anda rólega í bíl með Ken Block...
AMA EX 2011 - ROUND 5 - DENVER
Fannst bara að ég yrði að henda inn þessu video-i frá 5. umferðinni í AMA Endurocross-inu sem fór fram um þarsíðustu helgi, Taddy Blazusiak er auðvitað bara ósigrandi í þessum keppnum í ár en það er samt alltaf jafn mikil unun að sjá hann keyra hjólið, nú var hann líka mættur á nýja 350 KTM-inu ! Video-ið segir allt sem segja þarf...
FRONTLINE RAILJAM 2011
Um síðustu helgi fór fram hið árlega Frontline Railjam í Stokkhólmi í Svíþjóð. Það voru fjórir íslendingar sem kepptu á mótinu, Halldór og Eiki Helga, Gulli Guðmunds og Einar Stefáns sem er greinilega á hraðri uppleið. Hérna er flott video "edit" frá Method Mag af mótinu !
FREESTYLE.CH 2011 - VIDEO
Fyrir tveim vikum fóru fram hrikalegir leikar, freestyle.ch, sem voru haldnir í Zurich í Sviss. Þarna var keppt á hjólabrettum, skíðum, snjóbrettum og í "freestyle" motocross-i ! Ekki nóg með að þarna hafi fullt af stórum nöfnum mætt og tekið þá þá var það enginn annar en Halldór Helgason sem sigraði snjóbrettakeppnina með geðveiku stökki ! Kíkið á þessa video samantekt sem sýnir sigurvegarana í öllum greinum !
RYAN DUNGEY ON KTM - VIDEO
Hér er fyrsta video-ið sem við sjáum af Ryan Dungey á nýja KTM-inu en hann samdi nýverið við KTM til tveggja ára. Þetta var búið að liggja lengi í loftinu en eftir að Roger Decoster fór frá Suzuki yfir til KTM var bara tímaspursmál hvenar Dungey fylgdi í kjölfarið enda hefur Decoster verið við hlið Dungey frá unga aldri og komið honum áfram í sportinu ! En hérna er smá sýnishorn af því sem koma skal í vetur, spurning hvort KTM geti þá loksins náð sér í einhverja sigra í ameríkuhreppnum...