AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM
Núna um helgina fór fram fimmta umferðin í AMA Supercross-inu 2012 og nú var keppt í Anaheim í annað sinn. Það er að byggjast upp gríðarleg spenna á þessu tímabili en það hafa nánast allir topparnir sýnt að þeir geti sigrað og það sést bara á því að við höfum fengið fjóra mismunandi sigurvegara hingað til á tímabilinu. Brautin um helgina var frekar klassísk en "rythma" kaflarnir buðu upp á allskyns taktík sem sást hjá mörgum ökumönnum, eins var langur "vúppsa" kafli sem sumir nutu góðs af en aðrir ekki ! Eins og alltaf eru úrslitin falin fyrir þá sem eiga eftir að horfa á keppnina en fyrir hina þá er þetta allt handan við hornið...
Myndir frá TWMX
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Anaheim !
SCC 2012 - UMFERÐ 1 & 2 - BOLAALDA
Um helgina fóru fram fyrstu tvær umferðirnar í nýju Íslandsmóti í Sno Cross Country og var fyrsta mótið keyrt á Akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fresta þurfti keppninni til sunnudags vegna veðurs og á sunnudeginum lék veðrið við okkur, eini gallinn var að færið hafði harðnað heldur um nóttina. Brautin var um 11 km og byrjaði fyrir ofan motocross brautina og hlykkjaðist inn í Jósepsdal og til baka, harðfennið tættist fljótt upp og varð brautin mjög skemmtileg. Keppt var í fjórum flokkum, Meistaraflokki sem keyrði 2 x 75 mín og svo B Flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki sem keyrðu allir 2 x 45 mín. Það voru 24 keppendur skráðir til leiks og á svæðið mætti hellingur af fólki að fylgjast með.
Myndir frá Ondrej Vavricek / Ellingsen Verkstæði
Í Meistaraflokki varð það enginn annar en Sigurður Gylfason sem kom sá og sigraði á gamla Lynx búðingnum með yfirburðum. Karlinn var í fantaformi og átti lang besta tímann í brautinni. Í öðru sæti endaði Vilhelm Þorri Vilhelmsson eftir hörku akstur á sér innflutta Cross Country Arctic Cat sleðanum. Í þriðja sæti endaði svo Guðmundur Skúlason á splunkunýja Polaris Rush tækinu.
Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði með flottum akstri, í öðru varð Gunnar Björnsson og í þriðja sæti endaði Steinn Árni Ásgeirsson.
Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði, Hrannar Bjarki Hreggviðsson endaði annar og í þriðja endaði Emil Týr Þórsson.
Í Kvennaflokki sigraði Eyrún Björnsdóttir og í öðru varð Svava Björk Gunnarssdóttir.
Mögnuð byrjun á fyrsta keppnistímabilinu í Sno Cross Country og að sjálfsögðu ætlum við að sjá alla þá sem mættu núna og fleiri til í næstu umferð á Mývatni 17. mars. Takk allir sem lögðu okkur lið um helgina og hjálpuðu okkur að láta að þessu verða !
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !
AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TORRENT
Fimmta umferðin af supercrossinu 2012 er komin inn á The Pirate Bay, "slicknick" alltaf klár í að plögga þetta fyrir okkur sem höfum ekki aðgang að Speed TV ! Þessa helgina var ekki "Live" útsending af keppninni og því hvor flokkurinn í sínu lagi !
AMA Supercross 2012 - Round 5 - Anaheim - 250:
http://thepiratebay.org/torrent/7012072/
AMA Supercross 2012 - Round 5 - Anaheim - 450:
Fleiri greinar...
- GOPRO VIDEO FRÁ OAKLAND SX 2012
- 1. UMFERÐ SCC 2012 FÆRÐ Á SUNNUDAG
- AMA SX 2012 - ROUND 5 - ANAHEIM - TRACK
- CHARMICHAEL VS. EMIG: THE SHOWDOWN
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 12
- AMA SX 2012 - ROUND 4 - OAKLAND
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 8
- SKRÁNING HAFIN Í 1. UMFERÐ SCC 2012
- AMA SX 2012 - ROUND 4 - OAKLAND - TORRENT
- WINTER X GAMES 2012 - DAY 4