Skíði
ALL I CAN - JP AUCLAIR STREET SEGMENT
Nýja myndin frá Sherpas Cinema, All I Can er nýlega komin út og váá hvað þetta atriði er með þeim flottari sem ég hef séð í skíðamynd, JP Auclair í hrikalegu "urban" skíðun... Ekki séns að finnast þetta ekki töff !
Getið tjékkað á trailernum fyrir myndina hér og svo er hægt að kaupa myndina á iTunes og fyrir þá sem eru á ExtremeBits þá er hún komin þangað !
SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 5
Fimmti þátturinn af Salomon Freeski TV er kominn á netið ! Í þessum þætti er farið í stuttu máli yfir ótrúlega sögu Josh Dueck sem lenti í svakalegu skíða slysi 2004 og vaknaði upp við að líf hans yrði aldrei það sama. En hann ákvað strax að gera það besta úr aðstæðunum og hefur til dæmis orðið heimsmeistari í skíðum fatlaðra og í fyrra vann hann á X-Games. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð og hvetjandi saga ! Heimildamynd í fullri lengd hefur verið gerð um Josh Dueck og vann "Best Film - Mountain Sports" á Banff Mountain Film Festival 2011 !
SIMON DUMONT - RED BULL CUBED PIPE
Var að horfa á nýju skíða myndina "The Grand Bizarre" frá "Poor Boys Productions" og þessi ræma er svakaleg, en það er samt eitt atriði sem stóð uppúr og það var þetta "project" hjá Simon Dumont með hjálp Red Bull, "Red Bull Cubed Pipe" ! Klikkuð hugmynd sem Simon Dumont var búinn að ganga með í nokkur ár og Red Bull hjálpaði honum að framkvæma það núna í ár ! Tjékkið á þessum myndum og video-inu ! Mæli svo með að þið tjékkið á myndinni "The Grand Bizarre" ef ykkur líkar þetta !