AK EXTREME 2011
Hið svakalega AK Extreme 2011 fór fram um helgina og gekk allt eins og í sögu fyrir utan smá veðurofsa í fjallinu ! Ég mætti til Akureyrar á föstudag og þegar Hilli og Guðni Rúnar mættu upp í gil var hafist handa við smíðar á aðrennunni miklu niður gámastæðuna fyrir gámastökkið mikla ! Við þrír ásamt hjálparhöndum af og til smíðuðum eins og brjálaðir til að verða 2 um nóttina og síðan skelltum við okkur í bæinn í ruglið ! Því miður þurfti að hætta við "rail session-ið" uppí Hlíðarfjalli um kvöldið vegna veðurs en þess í stað var tekið meira á því í bænum !
Á laugardeginum eftir klukkutíma svefn var ræs kl 8 og ég dró liðið út úr íbúðinni hjá Hilla og eftir morgunmat í bakaríinu var byrjað á smíða á fullu og um hádegið var rennan klár fyrir snjó ! Finnur bóndi og hans menn mokuðu eins og óðir snjó og það var ótrúlegt að sjá snjóblásarann hrúga snjónum upp í 12m háa aðrennuna ! Við Hilli tókum svo að okkur að móta snjóinn í rennunni og sléttuðum og gerðum fínt á meðan hrúga af liði sá um pallinn sjálfann ! Um kvöldið mætti svo alveg fáránlega mikið af fólki að fylgjast með flottustu snjóbretta og skíðamönnum landsins taka á því á pallinum ógurlega ! Það var alveg sjúk stemning með DJ á hliðarlínunni og Geira og Sigga í ruglinu í hátalarakerfinu ! Það voru svo þeir Gulli, Halldór, Viktor, Danni, Árni og Steingrímur sem fóru í úrslita session og þar var hitinn ! Að lokum var það Gulli sem stóð uppi sem sigurvegari með alveg fáránlega flottum stökkum, Danni varð annar og Halldór þriðji ! Steingrímur stóð sig hins vegar geðveikt vel á skíðunum og á hrós skilið ! Síðan var bærinn tekinn með trompi fram á rauða nótt !
Á sunnudeginum hittist svo góður hópur uppí gili um 2 leytið og hófst handa við að rífa niður allt græjið, það gekk alveg fáránlega vel og á aðeins 3 tímum var allt komið niður, uppstaflað og fínt !
Myndir frá TotiFoto
Alveg geðveik svefnlaus og stuðfyllt helgi á AK og klárlega fullkomin endurfæðing AK Extreme ! Sjáumst öll á AK Extreme 2012 !
AK Extreme 2011 - Gámastökk Úrslit:
1. Gulli Guðmundsson
2. Daníel Magnússon
3. Halldór Helgason
SAAS-FEE GLACIER DOWNHILL 2011
Hið árlega jökla Downhill í Saas-Fee var haldið í 8. skiptið fyrir stuttu en þar er brunað úr 3.500 metra hæð ofan af jökli og niður í 1.800 metra. Það voru frábærar aðstæður og svakalega hörð keppni á milli þeirra 108 hjólara sem tóku þátt. Sá sem sigraði var Bernard Rösch en hann lækkaði sig um þessa 1.700 metra á litlum 7 mínútum og 59 sekúndum og náði hámarkshraða 144 km/klst !
Þetta er alveg geðveik keppni, þyrfti að búa til mini útgáfu af þessu í Hlíðarfjalli, byrja á toppnum í Strýtunni og enda niðrí bæ bara !
ALEXANDER NORDGAARD IN SLOMO
Hér er eitt geggjað POV video frá Norska sleðapungnum Alexander Nordgaard ! Sjúklega flottar klippur af freestyle og freeride í "slomo" ! Ætti að kynda í mönnum fyrir helgina !
WORLD RECORD BACKFLIP & FREESTYLE
Þann 12. mars 2011 tók Dane Ferguson sig til og lenti 104 feta "backflip-i" á sleða og setti nýtt heimsmet ! Hér er flott video frá stökkinu og allskyns "freestyle" geggjun frá viðburðinum sem var í tengslum við "World Snowmobile Expo-ið" !
NATE TYLER - INNERSECTION
Eitt gott surf myndband í tilefni dagsins, geðveikt aksjón með Nate Tyler í "oldschool" stíl ! Alveg vangefin stökk hjá þessum gæja !