GENOVA SUPERBOWL OF SUPERCROSS 2011
Um helgina fór fram hið árlega "Superbowl of Supercross" í Genova á Ítalíu. Það var alveg hellingur af flottum ökumönnum mættir til keppni og þar á meðal stórstjörnurnar Justin Barcia og Chad Reed. Úr varð svakaleg keppni og ekki nóg með það heldur var Freestyle kappinn sjálfur Mark Monea fenginn til að reyna 360 Frontflip-ið aftur, reyndar klúðraðist lendingin í þetta skiptið. Getið tjékkað á video af því hér !
Myndir frá Offroad Pro Racing
En að keppninni, þá var greinilegt hverjir voru með yfirburðina þarna en Chad Reed byrjaði á að vinna fyrstu undanrásirnar og Justin Barcia vann svo þær næstu. Í þessari keppni eru tvö Main Event og samanlögð úrslit krýna sigurvegarann. Í Main Event 1 var það Justin Barcia sem sigraði en Chad Reed náði þó að keyra sig uppí annað sæti eftir krass eftir startið, áhorfendum til mikillar ánægju. Í Main Event 2 börðust þeir tveir svo gríðarlega en Chad Reed hafði betur og sigraði, með því náði hann einnig að sigra keppnina. Justin Barcia endaði því annar og í þriðja endaði Frakkinn Cyrille Coulon.
Video frá Genova Superbowl of Supercross 2011:
Úrslitin úr Genova Superbowl of Supercross 2011:
1. Chad Reed (2-1)
2. Justin Barcia (1-2)
3. Cyrille Coulon (4-3)
4. Arnaud Tonus (3-4)
5. Bonini Matteo (7-5)
6. Martin Christophe (6-6)
7. Thomas Ramette (5-10)
8. Boris Maillard (9-7)
9. Cedric Mannevy (10-9)
10. Jason Clermont (13-8)
GEOFF AARON EX PRACTICE
Alveg fáránlega töff video af Endurocross kappanum Geoff Aaron sem hefur yfirleitt verið næsti maður á eftir Taddy Blazusiak í AMA Endurocross-inu. Hér er hann í smá æfingum fyrir Endurocross og alveg geðveikt hvað hann er með flotta tækni greinilega beint úr Trial æfingum ! Spurning hvort maður verði ekki að eignast Trial hjól fyrir svona "skills"...
KURT CASELLI - WORCS 2011
Flott video af Kurt Caselli úr WORCS 2011 (World Off Road Championship Series) í USA en hann sigraði Pro flokkinn í ár ! Þetta eru svakalega flottar keppnir sem reyna á alla þætti ökumanns !
JONNI PRODUCTIONS - GRAFÍK SETT
Nú er allt að gerast, Jonni Productions er á leið í "business", því nú er framundan að veita íslensku mótorsport þjóðinni loksins alvöru þjónustu í grafík settum á sleða og hjól. Er búinn að koma mér upp góðum banka af formum fyrir flestar gerðir hjóla og sleða og svo er hönnunin alfarið í mínum höndum. En hér heima hefur enginn verið að útvega svona alvöru "heavy duty" filmu sem er samkeppnishæf við límmiðakit frá erlendum framleiðendum, þangað til núna því Jonni Productions ætlar að flytja til landsins alvöru efni svo þið getið skreytt og varið hjól og sleða með grafík settum sem þola álagið.
Í kvöld var Jonni Productions með kynningu uppi í Stormi samhliða kynningu þar á 2012 Polaris sleðunum. Þar var til sýnis prufu grafík sett á Polaris Rush sem var prentað á bestu filmuna sem býðst hér á landi þar sem þessi "heavy duty" filma sem ég talaði um er ekki komin. Þessi filma er þó mjög fín og hentar vel á sleðana, er líka ódýrari. En þetta var aðallega til að gefa hugmynd að útliti og því sem er hægt að gera með svona grafík setti. Einnig voru sýnishorn af öðrum grafík settum á aðra sleða og hjól.
Kynningin tókst frábærlega og greinilegt að margir eru spenntir fyrir þessu, svo nú fer allt á fullt og það verða allir "alvöru" sleðar með grafík sett frá JP þennan veturinn !
Fylgist vel með á næstunni á productions.jonni.is þar sem sér heimasíða fyrir Jonni Productions er í vændum með frekari upplýsingum !
JONNIPRODUCTIONS
SÍMI 7718024
PÓSTUR Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það.
VEFUR PRODUCTIONS.JONNI.IS
RED BULL NEW YEAR NO LIMITS 2011
Það er komið á hreint hvernig Red Bull New Year No Limits 2011 viðburðurinn verður en þar ætlar Levi LaVallee að mæta aftur til leiks eftir að hann krassaði og meiddist við æfingar fyrir síðasta árs viðburð þar sem hann reyndi við heimsmetið í lengdarstökki og sló það reyndar líka við æfingar fyrir krassið. En ekki nóg með það að Levi mæti aftur þá ætlar Robbie Maddison að vera með og þeir ætla því báðir á sama kvöldi að reyna að bæta heimsmetin í lengdarstökki á sleða og hjóli ! Alveg klárt að þetta verður hrikalegt !
Fleiri greinar...
- ARCTIC TRUCKS - 2012 YAMAHA KYNNING
- GOLF, MYNDASESSION, MSÍ ÁRSHÁTÍÐ...
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 6
- ÞORRI JÓNS - KEPPNISTÍMABILIÐ 2011
- STORMUR - 2012 SLEÐARNIR AÐ LENDA
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 3
- STORMUR - RÝMINGARSALA 2011
- MOTO 3 THE MOVIE KOMIN ÚT
- RED BULL FUEL AND FURY 2011 - VIDEO
- GOTHENBURG RAILBATTLE 2011