RED BULL FUEL AND FURY 2011

Um helgina fór fram Red Bull Fuel and Fury snjósleða freestyle keppnin í fyrsta skiptið frá árinu 2006. Það var enginn annar en Levi LaVallee sem kom þessu á kollinn og var kynnir keppninnar sem var haldin við Wrigley Field í Chicago fyrir framan rúmlega 5000 áhorfendur. Öll helstu nöfnin voru mætt til leiks, Daniel Bodin, Heath Frisby, Eric St. John, Cory Davis, Jeff Mullin, Fred Rasmussen, Jimmy Fejas og Ted Culbertson.

Keppendurnir drógu fram öll sín bestu "trick" en það var svíinn Daniel Bodin sem tryggði sigurinn með "Shaolin Backflip-i" og er það í fyrsta sinn sem þessu "trick-i" er lent í freestyle keppni á sleða. Bodin var gríðarlega ánægður eftir sigurinn og sagði þetta bara efla vilja sinn enn meira til að mæta sterkari til leiks í vetur. Í öðru sæti endaði Heath Frisby og í þriðja endaði gamla goðið Jimmy "Blaze" Fejes.

Red Bull Fuel and Fury 2011Red Bull Fuel and Fury 2011Red Bull Fuel and Fury 2011

Red Bull Fuel and Fury 2011