SCC 2012 - UMFERÐ 3 & 4 - MÝVATN

Um helgina fóru fram þriðja og fjórða umferðin í Sno Cross Country 2012. Umferðirnar voru keyrðar á Mývatni í tengslum við Mývatnsmótið 2012. Vegna slæms veðurs sem skall á seinnipart laugardags var ákveðið að fresta keppninni fram á sunnudag og þá var líka alveg frábært veður. Brautin var fyrir ofan flugvöllin og lá um gríðarlega skemmtilegt landsvæði undir Hlíðarfjalli. Mætingin var ekki mjög beisin og ákveðið var að allir flokkar myndu keyra 2 x 45 mín. Keppnin var þó gríðarlega flott og allir sem tóku þátt brostu hringinn að henni lokinni.

 Sno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - MývatnSno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - MývatnSno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - Mývatn

Myndir - Ármann Örn Sigursteinsson

Í Meistaraflokki var það Sigurður Gylfason sem hélt uppteknum hætti og sigraði báðar umferðirnar á gamla Lynx búðingnum. Í öðru sæti endaði Sæþór Sigursteinsson á Arctic Cat með flottum akstri þar sem hann var annar í fyrri umferð og þriðji í þeirri seinni. Í þriðja sæti endaði ég, Jónas Stefánsson en á fyrsta hring í fyrri umferðinni slitnaði reimin í sleðanum og ég missti því af þeirri umferð, í þeirri seinni vorum við Siggi í hörku eltingarleik og munaði aðeins um 5 sekúndum á okkur í lok hennar.

Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði báðar umferðirnar með flottum akstri, í öðru varð Finnur Steingrímsson og í þriðja sæti endaði gamli jaxlinn Halldór Jóhannesson.

Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði og Hákon Birkir Gunnarsson varð annar.

Í Kvennaflokki var Eyrún Björnsdóttir eini keppandinn og sýndi hörku akstur

Mögnuð keppni í Sno Cross Country og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta í síðustu keppnina sem á að fara fram á Akureyri 14. apríl. Reyndar hefur komið upp smá pæling um að færa hana til en það verður tilkynnt síðar !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !


SCC 2012 - 3. umferð - Mývatn

Meistaraflokkur

1. Sigurður Gylfason
2. Sæþór Sigursteinsson
3. Jónas Stefánsson

B Flokkur

1. Elmar Jón Gunnarsson
2. Halldór Jóhannesson
3. Finnur Steingrímsson

Unglingaflokkur

1. Einar Sigurðsson
2. Hákon Birkir Gunnarsson

Kvennaflokkur

1. Eyrún Björnsdóttir
2. Svava Björk Gunnarsdóttir


SCC 2012 - 4. umferð - Mývatn

Meistaraflokkur

1. Sigurður Gylfason
2. Jónas Stefánsson
3. Sæþór Sigursteinsson

B Flokkur

1. Elmar Jón Gunnarsson
2. Finnur Steingrímsson
3. Halldór Jóhannesson

Unglingaflokkur

1. Einar Sigurðsson
2. Hákon Birkir Gunnarsson

Kvennaflokkur

1. Eyrún Björnsdóttir


SCC 2012 - Staðan eftir 4 umferðir

Meistaraflokkur

1. Sigurður Gylfason 400 stig
2. Sæþór Sigursteinsson 160 stig
3. Vilhelm Þorri Vilhelmsson 160 stig

B Flokkur

1. Elmar Jón Gunnarsson 400 stig
2. Gunnar Björnsson 170 stig
3. Finnur Steingrímsson 160 stig

Unglingaflokkur

1. Einar Sigurðsson 400 stig
2. Hákon Birkir Gunnarsson 170 stig
3. Hrannar Bjarki Hreggviðsson 160 stig

Kvennaflokkur

1. Eyrún Björnsdóttir 400 stig
2. Svava Björk Gunnarsdóttir 85 stig