• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

SIX DAYS EUROTRIP 2012 - MXON

Motocross of Nations, veisla, sandur, átök, partý ! Hér er "update" frá sunnudeginum á MXON ;) !

Dagur 19 - 30.09.12 (MXON)

Við ræstum uppúr 8 í bílnum og heyrðum í Gulla sem var víst búinn að redda okkur "Six Days" strákunum Monster passa inn á MXON !

Við þurftum að rúlla út að einhverri skrifstofu þar sem pössunum var úthlutað, Gulli reddaði málunum að sjálfsögðu og þegar við höfðum lagt bílnum á bílastæðinu röltum við beint inn á svæðið og upp í VIP stúkuna í Monster tjaldinu, jíha ! Vorum akkurat komin tímanlega til að sjá B úrslitin þar sem Íslensku strákarnir voru að keppa. Það var bara virkilega flott að sjá strákana keyra, Viktor náði svakalegu starti og var framarlega til að byrja með. Ingvi var að keyra jafnt og flott og Sölva gekk þokkalega eftir erfiða byrjun. Viktor endaði í 17. sæti í B úrslitunum, Ingvi í 23. sæti og Sölvi í 28. sæti !

Við Kári og Daði kíktum svo á strákana eftir hítið og hittum svo restina af íslenska liðinu, kíktum í pittinn til þeirra, hitti Signý systur og svo var rölt eitthvað um svæðið, við náðum meira að segja að koma Kára og Daða í "reis" á barna fjórhjólum sem voru til leigu þarna þar sem við þóttumst vera að gera íslenska MX mynd hehe ! Það var snilldar veður, sól og blíða og allt stappað af fólki á svæðinu ! Það var svo komið að fyrsta híti í keppninni þar sem MX1 og MX2 ökumenn keyrðu saman, við komum okkur fyrir í Monster tjaldinu en þar var einna best að horfa á keppnina en í þessari braut sér maður nú aldrei nema mesta lagi 3-4 beygjur í brautinni hverju sinni. Hítið brast svo af stað og það var hrikalegt að sjá Antonio Cairoli gjörsamlega stinga af þarna í sandinum, eftir fyrsta hít voru það Þjóverjar í fyrsta sæti, Belgar í öðru og Frakkar í þriðja.

Bandaríkjamennirnir voru greinilega í basli þarna í sandinum og þetta leit því gríðarlega spennandi út fyrir komandi hít. Á milli híta röltum við eitthvað um svæðið, fengum okkur að éta á Monster VIP svæðinu frítt og nutum lífsins ;) ! Næst var það svo MX2 og MX Open, þar var það Hollenska sandrottan Jeffrey Herlings sem tók startið og leit aldrei til baka, það var hrikalegt að sjá gæjann keyra þarna í sand ógeðinu og hann kom langfyrstur í mark næstum mínútu á undan næsta manni ! Eftir hítið voru það Þjóðverjar í fyrsta, Bandaríkjamenn í öðru og Frakkar í þriðja !

Við héldum áfram að njóta lífsins fram að næsta híti, enda ekki mjög leiðinlegt að vera á þessum keppnum. Síðasta hít dagsins var svo MX1 og MX Open saman, mér datt í hug að sækja "Media" vestið mitt frá því á MXON í fyrra og viti menn, ég labbaði beint inn í brautina og gat farið hvert sem ég vildi til að mynda og horfa á, var alveg geðveikt en var hálf partinn á bömmer yfir því að hafa ekki gert þetta strax ! En í síðasta híti dagsins var það aftur Antonio Cairoli sem sýndi svakalegann akstur en Jeffrey Herlings lenti í krassi á fyrsta hring en keyrði hrikalega og á fjórða hring var hann strax kominn í annað sætið, á lokahringjunum var Herlings svo kominn hrikalega nálægt Cairoli en það dugði ekki til og Cairoli sigraði eftir hrikalega spennandi hít.

Lokastaðan var því að Antonio Cairoli sigraði MX1, Ken Roczen sigraði MX2 og Jeffrey Herlings sigraði MX Open, Þýskaland sigraði keppnina, Belgar í öðru og Bandaríkjamenn náðu að krækja í þriðja. Verðlaunaafhendingin var hrikaleg, áhorfendurnir alveg að tapa sér og greinilega mikið af Þjóðverjum á svæðinu sem létu vel í sér heyra !

Eftir allt fjörið rölti ég og fann liðið aftur, tókum smá rölt um sölubásana á svæðinu og svo kíktum við út í pitt hjá Íslenska liðinu, en þar voru menn farnir að pakka saman. Við hinkruðum eftir liðinu þarna og svo skelltum við okkur góður hópur út á Go Kart braut þarna við hliðina á svæðinu og tókum "reis" !

Ég fór svo og færði Sprinterinn af bílastæðinu inn á tjaldsvæðið þar sem slatti af Íslendingunum voru, kom honum í samband við rafmagn og græjaði og gerði. Síðan rölti ég út í Monster tjaldið þar sem fjörið var allt farið í gang og hitti alla. Það var síðan djammað alveg fram á nótt í þvílíku stuði. Monster að sjálfsögðu með hrikalegt veldi þarna á þessari keppni og Gulli algert gull að redda okkur þessum Monster VIP miðum ;) ! Eftir að fjörið endaði svo í Monster tjaldinu komum við okkur út í Sprinter og þar var smá eftirpartý áður en við strákarnir hentum okkur í sturtu þarna á tjaldsvæðinu og græjuðum okkur svo í háttinn.

Hrikalega skemmtilegur dagur, flott keppni og geggjuð verðlaun eftir "Six Days" ;) !

Jonni