SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 6
Six Days 2012, boooooom, over ! Sex byrjuðu, fimm kláruðu, 17. sæti, ekkert, nema, hamingja ! Hér er "update" frá sjötta keppnisdeginum ;) !
Dagur 18 - 29.09.12 (Race Day 6)
Það átti nú ekki að vera ræs hjá mér fyrr en 8 en stresspúkarnir voru mættir á hurðina hjá mér rétt um hálf 8 svo þá var friðurinn úti ;) ! Framundan var bara loka sérleiðin sem var á Sachsenring keppnissvæðinu bara við hliðiná pittinum. En samt byrjaði dagurinn á að við sóttum hjólin í "parc fermé" og fengum 10 mínútur í þjónustustopp eins og venjulega. Það var raðað á mínútur eftir flokkum þennan daginn svo Gulli og Haukur fóru fyrstir, Gulli 09:17 og Haukur 09:19. Daði fór svo 09:44, ég svo 09:45 og Kári 09:48.
Við græjuðum okkur í gallana og svo var rölt og hjólin sótt. Það var svosum ekkert merkilegt að gera í þjónustustoppinu nema yfirfara hjólið og vera með allt klárt í lokahnykkinn ! Ég var svo slakur þegar ég var að bíða eftir startinu að ég var næstum búinn að missa af mínútunni minni í einhverju spjalli við Hollendinga. En tvígengis blaðran datt auðvitað beint í gang og ég rúllaði af stað, við keyrðum bara beint upp í pitt og þaðan ýttum við hjólinu okkar í raðir fyrir hít dagsins. "Club" flokkarnir byrjuðu, kvennaflokkur næst og svo kom E1, E2 og svo síðast E3. Sérleiðin var nokkuð töff, lá eftir kappakstursbrautinni að hluta, hlykkjaðist svo um einhverja grashóla, einn pallur og svona stuð ! Það var því mjög langt í okkar hít svo eftir að við höfðum kíkt aðeins á sérleiðina röltum við upp í bíl og ég henti mér úr gallanum. Við reyndum að ganga aðeins frá til að flýta fyrir brottför eftir keppnina, röltum svo um svæðið, skoðuðum sölubása og bara drepa tímann fram að okkar híti. Gulli og Haukur áttu að keppa klukkan 14:25 og við restin ekki fyrr en 15:40.
Loksins var svo komið að því að græja sig upp fyrir hítið, við gölluðum okkur allir upp og svo fylgdumst við "the young boys" með "the old boys" keyra sitt hít. Þeir voru að keyra flott karlarnir, Haukur með 70. tímann í E2 og Gulli 72. tímann. Svo stuttu seinna kom að okkur E3 strákunum, Kári náði flottu starti og var að berjast með fremstu mönnum í okkar híti, Daði var greinilega að fíla sig í þessari braut og kom framúr mér um mitt hítið, ég var alls ekki að finna mig þarna en reyndi að keyra eins og ég gat, þannig fór að Kári var með 24. tímann í E3, Daði með 35. tímann og ég með 41. tímann. Lokaúrslitin voru þannig að Kári endaði í 118. sæti, ég 154, Haukur 156, Daði 165 og Gulli 170, Ísland í 17. sæti.
Við þurftum svo að láta hjólin okkar vera í röðunum í klukkutíma eftir hítið áður en við gátum sótt þau og farið að ganga frá. Það var því bara farið í að ganga frá öllum gírnum og græja, Haukur og Gulli sóttu svo hjólin sín og fóru að þrífa þau og græja. Svo loks gátum við hinir sótt okkar hjól og fórum að þrífa og græja, það var hellings röð á þvottastöðinni en allt hófst þetta að lokum. Strákarnir sem voru með leiguhjól fóru og tóku "mýsnar" úr dekkjunum og skiluðu svo hjólunum til KTM. Svo hófst pökkunin í bílinn sem var stappaður alveg upp í topp haha ! Klukkan var svo orðin rúmlega 7 þegar við gátum loks brunað af stað frá keppnissvæðinu og stefnan tekin til Lommel í Belgíu til að fylgjast með lokadegi Motocross of Nations daginn eftir. Við Kári og Daði vorum saman í Sprinternum og 640km "road trip" framundan inn í nóttina, það var tekið stopp á McDonalds og við keyptum okkur allir 10 ostborgara og með því haha ! Það endaði nú slatti af þessu með okkur í nesti í bílnum og svo var keyrt áfram. Það gekk þokkalega hjá okkur, tókum tvö bensínstöðvastopp, vorum í dúndrandi gír alla leiðina og loks einhverntíma uppúr 4 enduðum við í Lommel. Það var auðvitað ekkert hægt að komast inn á svæðið á þessum tíma svo við lögðum bílnum rétt hjá og komum okkur í háttinn í nokkra klukkutíma ;) !
Alveg magnaður lokadagur hjá okkur strákunum og ekkert smá gaman að klára þessa ofur keppni ! Ótrúlegur munur á þessari keppni frá því í fyrra, aðstæðurnar miklu betri og við heppnari með veður núna, enginn smá munur líka að vera með þjónustuna frá KTM og auðvitað að vita bara betur hvað maður væri að fara útí !
Takk fyrir að fylgjast með okkur á "Six Days" hérna á síðunni, ég mun samt halda áfram að senda inn fréttir á meðan ferðalaginu stendur svo endilega kíkið áfram við, MXON framundan ;) !
Jonni