• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 5

Jíha, fimmti keppnisdagurinn er búinn og þá er nánast bara formsatriði að keyra í mark á morgun ! Magnað að sjá allar þessar heimsóknir og "comment", áfram svona ;) !

Dagur 17 - 28.09.12 (Race Day 5)

Klukkan hringdi 7 en ég drullaðist nú ekki framúr fyrr en liðið var mætt til mín rétt stuttu seinna. Allir voru ferskir og klárir í þennan fimmta dag og eftir að ég hafði gúffað í mig hafragraut græjaði maður sig í gallann ásamt strákunum. Kári fór fyrstur í "parc fermé" klukkan 08:24, Haukur fór svo 08:35 og síðan fórum við Daði saman á mínútu 08:36. Það var svosum ekkert sérstakt að gera í þjónustustoppinu nema bara renna yfir hjólið og græja tímaspjaldið, síðan var rúllað út í start. Það var ný leið í dag og þetta byrjaði á vega og slóðakeyrslu, mjög rólegt og saklaust.

Við komum svo að fyrsta tímahliði með hellings tíma. Rétt eftir tímahliðið fórum við inn á fyrstu sérleið sem við vorum búin að skoða og lá um malarnámu. Það leit út fyrir að vera svakalega sleipt en það reyndist vera ótrúlega mikið grip í þessu, mjög skemmtileg leið. Svo leið dagurinn og við ætluðum varla að trúa hvað ferjuleiðirnar voru auðveldar, bara vega og slóðakeyrsla nánast allan daginn.

Hinar sérleiðirnar voru samt alveg geðveikar þennan daginn, ekkert of krefjandi en rosa flottar, ein þeirra byrjaði í svaka flottri krossbraut, fór svo inn í skóg í smá róta ógeð og svo út á tún í smá beygjubrjálæði áður en maður kom í endamark. Þriðja sérleiðin var svo á túni með svaka skemmtilegum beygjum og hrikalegt grip í þeim, það voru líka drumbar á einum stað sem maður þurfti að fara yfir, einn stökkpallur og smá drullupyttur. Fjórða sérleiðin var svo brautin sem við höfðum keyrt bæði í byrjun dags og lok dags alla hina dagana svo maður var kominn með nett ógeð af henni ;) ! Svo var keyrður annar hringur um leiðina og allar sérleiðirnar keyrðar aftur, við Daði vorum í hrikalegum stuðgír allan daginn og vorum prjónandi um allt, fíflast í umferðinni og áhorfendum til að hafa eitthvað að gera á ferjuleiðunum, hinir ökumennirnir í kringum okkur virtust vera pínu alvarlegri en við og horfðu á okkur eins og við værum fávitar haha bara gaman ;) !

Mér gekk bara þokkalega vel á sérleiðum dagsins og datt í svaka gír og reyndi að sprengja allt sem ég gat úr mér þar, enda fékk maður svo næga hvíld á ferjuleiðunum ! Að lokum tók þetta allt enda og við komum upp í loka þjónustustopp, ég gerði ekkert nema skipta um loftsíu og hreinsa sem mesta drullu af hjólinu, afturdekkið mitt var orðið alveg fáránlega lélegt og ég trúði varla hvað ég var búinn að hafa mikið grip á sérleiðunum yfir daginn með þetta dekk, mekkinn hló og sagði að þetta væri alveg fullkomið fyrir "supermoto-ið" daginn eftir ;) ! Ég rúllaði hjólinu svo í endamark og inn í "parc fermé" hrikalega sáttur enda bara einn dagur eftir og hann er eiginlega bara formsatriði þar sem það er bara ein loka sérleið í "supermoto" braut hérna á Sachsenring svæðinu ! Þegar ég kom upp í pitt var Kári mættur og restin stuttu seinna, allir skælbrosandi og sáttir eftir auðveldann en skemmtilegann dag og það glittir í endamarkið rétt handan við hornið !

Menn klæddu sig úr göllunum og við kíktum yfir stöðuna eftir daginn, Kári var kominn í 118. sæti, ég 153, Haukur 156, Daði 165 og Gulli 170, Ísland áfram í 17. sæti ! Við gengum svo frá áður en þau héldu svo út á hótel, ég ætlaði að verða eftir bara en svo komu Tedda og Haukur sem voru þá ekki farin svo ég skellti mér með þeim út á hótel og við fórum öll saman og borðuðum á pizzastað þar við hliðiná. Tedda var svo á leiðinni til baka upp á Sachsenring á fund svo ég fékk far með henni og Kári og Daði ákváðu að skella sér með svo við strákarnir gætum kíkt í tívolíið sem er við hliðiná pittinum. Við kíktum aðeins uppí bíl áður en við röltum niður og þræddum öll tækin, djöfull sem þau geta snúið manni í þessum tækjum haha, okkur var hálf óglatt og helvítis síminn minn rann uppúr vasanum hjá mér í einu tækin og splundraðist ! Stelpurnar í sölbásnum í því tæki voru alveg miður sín þegar þær réttu mér símann í pörtum !

Þegar við vorum búnir að fá nóg fórum við uppí bíl og reyndum að jafna okkur í maganum, strákarnir fóru svo með Teddu til baka á hótelið og ég lagðist nú fljótlega uppí bara og sofnaði yfir Friends bæði þreyttur og tæpur í maganum ;) !

Í dag er svo bara loka sérleiðin í þessari "supermoto" braut hérna við Sachsenring ;) ! Það er einhver smá ferjuleið áður en hjólunum er stokkað upp fyrir hít dagsins, "Club" flokkurinn byrjar, konurnar næst og svo kemur E1, E2 og E3 síðastir ! Við erum rétt komnir á ról og erum að græja okkur fyrir daginn, þetta verður alger snilld ;) !

Jonni