SIX DAYS EUROTRIP 2012 - RACE DAY 2
Annar keppnisdagurinn búinn og allir í góðu geymi, hér er "update" frá deginum ;) ! Þið standið ykkur hrikalega vel að fylgjast með okkur strákunum, fullt af heimsóknum og "comment-um" til að peppa okkur í átökin !
Dagur 14 - 25.09.12 (Race Day 2)
Ég stökk framúr um 7 en þá var liðið akkurat mætt í pittinn til mín. Eftir hrikalega öflugann hafragraut græjaði ég mig upp með strákunum, Kári var fyrstur af stað og sótti hjólið sitt í "parc fermé" klukkan 08:16.
Ég fór svo næstur 10 mínútum seinna, gerði ekkert sérstakt í þjónustustoppinu fyrir startið nema græja tímamiðann minn á stýrið og fara svona létt yfir hjólið, mekkinn tjékkaði á vatninu hjá mér og svo trillaði ég hjólinu út í start. Tvígengis kvikindið datt að sjálfsögðu beint í gang og ég lagði af stað inn í dag tvö ;) ! Ég var á mínútu með einum gæja í "Junior" flokki frá Venesúela og svo Svisslending, það gekk allt mjög vel yfir daginn, brekkan á ferjuleiðinni var mun léttari í dag, orðin þurrari og ég náði að halda ferðinni vel upp alla leið í báðum ferðum. Einu mistökin sem ég gerði voru tvö "slide" á hliðina í beygjubrjálæðinu á tveimur sérleiðum og svo skoppaði ég einu sinni út á hlið á rót inní skógi á einni sérleið. Svo reyndar lennti ég í því að vera stoppaður af löggunni, þeir höfðu þá stillt upp hraðamyndavél úti á túni við veg þar sem við vorum að keyra útúr bæ, ég var fyrir aftan annan ökumann og var bara að elta hann á sama hraða en hann var ekki tekinn, löggan sagði mér bara að ég hefði náðst á mynd og svo fékk ég að fara. Mér fannst eins og fyrri hringurinn á leið dagsins væri heil eilífð að líða en svo leið sá seinni mun hraðar og áður en ég vissi af var ég kominn inn í loka þjónustustopp.
Þar byrjaði ég á að skipta um afturdekk, skipti um loftsíu og svo ætlaði ég að reyna að skipta um neðri leguna í demparanum sem er aðeins farin að gjögta en mekkinn sagði að hún væri bæði ekki svo slæm og það væri sennilega of lítill tími, átti samt 8 mínútur eftir en hann vildi meina að það væri svo erfitt að koma pakkdósunum í við leguna. Ég rúllaði því bara í endamark en við "parc fermé" mætti löggan mér og tilkynnti mér að sektin mín væri heilar 185 evrur var mældur á 62km í 30km götu, gríðarleg hamingja, ég átti að fara og sækja pening og koma svo aftur þangað og borga... Ég rölti upp í pitt á algjörum bömmer, 30 þúsund kall fyrir þennan klaufaskap, tek allt til baka sem ég sagði um lögguna í gær og hvað hún væri hjálpsöm...! Það var enginn kominn upp í pitt og Gunni var með lykilinn að bílnum svo ég kom mér bara úr gallanum og slappaði af þangað til liðið mætti. Ragna (kona Ágústs) fór svo og sótti kjúkling handa okkur öllum strákunum og það var ekkert smá gott að fá orku svona strax eftir daginn, það sátu allir í pittinum og hámuðu í sig áður en við gengum frá og þau komu sér út á hótel en ég hjólaði niður að "parc fermé" og gerði upp við lögguna !
Ég slakaði mér bara inn í bíl og dundaði í tölvunni, skoðaði úrslit dagsins í landsliðakeppninni, Kári endaði númer 133, ég 167, Haukur 176, Daði 187, Gulli 193 og Gústi 208, Ísland áfram í 20. sæti ! Svo henti ég mér í sjoppuleiðangur á fjallahjólinu áður en ég eldaði mér hrikalega pasta máltíð. Eftir matinn var það svo bara fréttagerð, sturtuferð og núna þegar ég er að henda þessu inn er ég á leiðinni uppí koju að safna kröftum fyrir morgundaginn en þá hjólum við heila 350km á nýrri leið og erum að hjóla í næstum 9 klukkutíma ;) !
"Two down, four to go" ;) !
Jonni