• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

SIX DAYS EUROTRIP 2012 - ALLES KLAR !

Áfram alveg geggjað að sjá allar heimsóknirnar og hvað "comment-in" flæða inn ;) ! Ég ætla að reyna að koma inn "update-i" daglega núna á meðan ég er í svona góðri aðstöðu hérna í pittinum, svo hér kemur næsta romsa...

Dagur 10 - 21.09.12

Það var ræs um 8 hjá mér á "Hótel Sprinter" hérna í pittinum sem er að reynast hrikalega vel. Ég var rétt búinn að klæða mig þegar íslenska hersingin streymdi á dyrnar hjá mér. Strákarnir fóru og sóttu hjólin sín í KTM geymsluna og á meðan skellti ég í mig morgunmatnum, síðan var eitthvað dundað í hjólunum aðeins áður en við skelltum okkur í gallana og héldum út á prufusvæðið aftur í smá æfingu. Við fiktuðum aðeins til í fjöðruninni hjá okkur og svo datt Hauki í hug að fikta aðeins til í "power" ventlinum á 300 tvígengis hjólunum hjá okkur Kára og Daða. Það var enginn smá munur á hjólunum hjá okkur og við keyrðum allir til baka upp í pitt hrikalega sáttir með hjólin stillt og klár fyrir keppnina. Ég stoppaði á þvottastöðinni rétt við pittinn og skolaði af Husaberg kvikindinu og þegar ég kom upp í pitt fór ég beint í að dúndra límmiðakittinu á tækið sem er auðvitað "custom made" af Jonni Productions fyrir "Six Days" ;) !

Á meðan týndust strákarnir einn af öðrum út í skoðun og komust allir hnökralaust þar í gegn og með hjólin inn í "parc fermé". Allir voru svo mættir upp í pitt til mín aftur og hjálpuðu mér við að græja nokkur loka atriði á hjólinu, loftsía, olía, kúpling til að kvikindið væri 100% klárt áður en ég renndi yfir í skoðun með það. Kári kom með mér yfir í skoðunina og það gekk allt smurt fyrir utan að ég var sendur að sækja stýrispúðann á hjólið og ég þurfti að nota keppnis númers límmiðana, ekki nóg að hafa rétt númer og bakgrunn forprentað í límmiðakittinu en það voru einhverjar smá sponsor auglýsingar í kringum númers límmiðana sem þeir vilja auðvitað láta sjást. Ég lagði svo hjólinu illa flottu og til preppuðu inn í "parc fermé" og það á að vera alveg 100% "race ready" fyrir mánudaginn þegar átökin byrja.

Þegar við komum upp í pitt voru þau hin búin að hrúga öllu draslinu inn í Sprinterinn svo við gætum brunað af stað og náð að kíkja á einhverjar sérleiðir eða svokölluð "special test". En í keppninni keyrum við sem leið liggur eftir ferjuleiðum á milli sérleiðanna sem eru það sem telur í keppninni, besti tími í heild úr sérleiðunum er þá sigurvegari keppninnar. Hinsvegar þarf maður samt að passa sig að vera á réttum tíma yfir daginn á ferjuleiðunum því annars fær maður refsimínútur sem bætast þá við tímann úr sérleiðunum. Svo þetta er "race" allan daginn en extra mikið "race" á sérleiðunum ;) ! Við kíktum á tvær sérleiðir af þremur sem eru á degi 1 og 2, fyrri sérleiðin sem við kíktum á var að hluta til í MX braut og svo lá hún í endalausa hlykki á túni við hliðiná sem gæti orðið hrikalega sleipt ef blotnar í því en öll leiðin lúkkaði samt mjög flott.

Seinni sérleiðin byrjaði svo á að þræða í gegnum svaka "trial" garð sem var fullur af steyptum holræsarörum, skriðdrekavörnum o.fl, leiðin lá reyndar yfirleitt bara á milli með nokkrum undantekningum, svo fór leiðin alveg svakalega langan hlykk út í skóg og þar var alveg svakalegur drullukafli sem gæti reynst erfiður, það var hjáleið framhjá honum sem var ekki mikið lengri svo það er spurning hvað maður gerir, ef maður lendir í einhverju stoppi í drullunni er maður strax búinn að tapa tíma miðað við að fara strax hjáleiðina. Það var svo rétt að skella á myrkur þegar við vorum að rölta til baka og þá vorum við svo heppin að næla okkur í far með gæjum í brautargæslunni sem voru á tveimur UTV kvikindum (Polaris RZR og Bombardier). Við tróðum okkur öll aftaná og utaná kvikindin og svo var brunað með okkur aftur að bílunum, algjörir snillingar !

Það voru svo allir orðnir sársvangir og endaði með því að við fórum öll heim á hótel þar sem þau öll gista og ákváðum að borða á veitingastaðnum þar, þar sem við þurftum reyndar að berjast við moskítóflugur af miklum móð. Á meðan við biðum eftir matnum duttum við í hrikalega missu á klósettinu á hótelinu en þar var smokkasjálfsali með "travel pussy", við Kári gátum ekki annað en kíkt á þetta og gátum varla hamið okkur af hlátri þegar við sáum kvikindið sem var plastpoki sem var fylltur með vatni, erum strax farnir í það að fá umboðið fyrir þetta heim haha ;) ! Maturinn var svo alveg hrikalega góður, rumpsteik og allur pakkinn tekinn með, ég borðaði algjörlega á mig gat og var þvílíkt stoltur þar sem ég náði í fyrsta skiptið í ferðinni að borða meira en Kári og Daði, stráksinn að verða stór !

Eftir matinn var spjallað og mikið hlegið yfir allskyns vitleysu, plönuðum aðeins morgundaginn og svo bjargaði ég hótel liðinu með minni gríðarlega flottu þýsku kunnáttu og sjarma þegar ég reddaði þeim aðgangi að interneti á hótelinu og þvotti á fötum en þau voru búin að vera alveg í mínus að það væri ekkert net á hótelinu og hvernig við ættum að þvo gallana og föt, stráksinn aftur með þetta hehe ;) ! Það var svo ákveðið að ég myndi bara fara á öðrum bílaleigubílnum þeirra til baka upp í pitt svo einhver þyrfti ekki að keyra fram og til baka og þau myndu bara troða sér í hinn bílinn sem er akkurat 7 manna til að komast niður í pitt. Ég rúntaði því fljótlega af stað niður í pitt sem tók um hálftíma, þegar ég kom þangað var alveg svakalegt "Race Party" í gangi við pittinn fyrir keppnisliðið. Eftir að ég var búinn að kíkja út í bíl og ganga aðeins frá rölti ég yfir í partýið og þar var hrikaleg stemning, DJ með allt í botni, dansgólf, barir og fullt af liði. Ég fékk mér einn Red Bull, kíkti aðeins á stemninguna og svo kom ég mér út í bíl aftur, þar datt ég bara í tölvuna og hnoðaði saman í frétt áður en ég henti mér upp í koju í svefninn !

Á morgun (í dag) byrjum við með fundarstandi fyrir liðið með KTM þar sem það verður farið yfir það hvernig þjónustan hjá þeim virkar yfir keppnina en við erum allir í liðinu með þjónustu í gegnum KTM fyrir keppnina. Svo er opnunarhátíð keppninnar og ef getum ætlum við að reyna að kíkja á fleiri sérleiðir. Allir eru í hrikalega góðu stuði, andinn í blússandi gír hjá liðinu og ekkert nema stemning og tilhlökkun hjá okkur fyrir keppninni ;) !

Jonni