WESTON BEACH RACE 2011 - VIDEO
Þó það séu nokkrar vikur liðnar frá því að Weston Beach Race 2011 fór fram, þá fannst mér þessi klippa verðskulda að lenda hérna, virkilega töff video sem sýnir þessa snilldar keppni. David Knight sem mætti ekki alveg í topp standi eftir tvær mjaðma aðgerðir fór samt með sigur af hólmi eftir frábæra baráttu við Tom Church í fjörusandinum á Weston Beach !
GOPRO HERO 2
GoPro var að koma með nýja útgáfu af sinni heimsþekktu Hero myndavél, Hero 2. Alltaf hægt að betrumbæta og það er nóg af nýju gotteríi í Hero 2 ! Hérna fyrir neðan er kynningarmyndbandið frá GoPro fyrir nýjy vélina og það er alveg fáránlega flott, rugl hlutir sem eru í gangi þarna...
KNOW BOUNDARIES - VIDEO SERIE
Þetta er alveg frábært framtak sem enginn "snjó-unnandi" má láta framhjá sér fara ! En fyrir stuttu tóku North Face og Teton Gravity Research sig saman og bjuggu til video seríu í 5 hlutum sem kallast "Know Boundaries". Tilgangurinn er að fræða fólk um öryggi í kringum snjó og hættuna sem stafar af snjóflóðum. Með nöfn eins og Kent Scheler, Sage Cattabriga-Alosa, Mark Carter, Xavier De La Rue og Jimmy Chin er þessi sería alveg frábær leið til að fræðast um að ferðast að vetrarlagi í óbyggðunum.
Allt frá veðri, til snjóalaga, til vals á landslagi, til "the red flags", þá er Know Boundaries serían alveg frábær til fræða þig. Fyrir þá sem ætla sér að ferðast í óbyggðunum að vetrarlagi þá hjálpa þessi video til við að læra á aðstæður sem geta komið upp og hvernig er hægt að halda þér og þeim í kringum þig eins öruggum og hægt er.
Endilega gefið ykkur tíma til að skoða þessa seríu til að vera vel undirbúin fyrir komandi vetur ;) !
Know Boundaries - Episode 1 - Avalanche Introduction & Backcountry Gear:
Know Boundaries - Episode 2 - The Avalanche Triad:
Know Boundaries - Episode 3 - The 5 Red Flags:
Know Boundaries - Episode 4 - The Human Factor:
Know Boundaries - Episode 5 - Respect the Mountains:
NORTH LEGION SMX 2011
Maður hefur nú ekki rekist á mikið alvöru stöff á "snjóhjólum" eða "snowbikes" en hér er eitt virkilega töff video sem ég rakst á ! Þessir gæjar eru alveg að taka vel á því !
JUSTIN SOULE - PROFILE
Blur Optic Productions ásamt DRP Studio's voru að senda frá sér nýtt video þar sem þeir kíkja á Justin Soule, einn af topp ökumönnunum í AMA Endurocross seríunni. Hér fáum við aðeins að heyra í kappanum og sjáum hann taka á því á æfingu í Glen Helen Endurocross æfingarbrautinni.
Fleiri greinar...
- SLDNX CLIP OF THE WEEK - CORY MICKU
- SKATE KEPPNI Á GLERÁRTORGI 20.10.11
- JOE CAPRA - MIDNIGHT SUN | ICELAND
- JACK ROBINSON - 13 ÁRA PRO SURFARI
- I-POD SWITCH DOUBLE MCTWIST
- ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU 5. NÓV
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 2
- SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 1
- MONSTER ENERGY CUP 2011
- JS7 - ONBOARD VIDEO