JONNI - TEAM SUZUKI 2012
Þá er það orðið opinbert að ég er genginn til liðs við Suzuki fyrir 2012 og það með stæl. Í dag undirritaði ég samning við Suzuki og mun ég vera með tvö hjól fyrir komandi sumar, 250 2stroke fyrir Enduro og svo 250 4stroke fyrir Motocross. Pálmi í Suzuki er að gera alveg frábæra hluti og ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímabili með þá á bakvið mig. Ekki skemmir svo fyrir að liðshópurinn er að verða helvíti sterkur !
SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 4
Sledhead 24/7 mætir enn og aftur með allar helstu fréttirnar ! Í þessum þætti er farið yfir síðasta tímabil í ISOC Snocrossinu og spáð í spilin fyrir tímabilið 2011/2012, kíkt til Speedwerx, spjallað við Levi LaVallee og síðan er kíkt til Straight Line Performance !
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4 - Part 1
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4 - Part 2
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4 - Part 3
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4 - Part 4
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Fyrri þættir:
Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3
SLDNX CLIP OF THE WEEK - SAHEN SKINNER
Hérna er ein góð klifur klippa ! Slednecks GoPro Clip of the Week, er að þessu sinni með Sahen Skinner þar sem hann tekur aðeins á því á helmodduðu græjunni sinni í smá fjallaklifri !
ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH
Núna um helgina fór fram fyrsta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og eins og venjulega var keppt við Spirit Mountain í Duluth, Minnesota. Það var greinilega búið að framleiða mikið magn af snjó fyrir keppni þessa árs og brautin var virkilega flott með smávægilegum breytingum frá því í fyrra. Í ár var keppnisfyrirkomulaginu einnig breytt og núna er bara einn Pro Open flokkur þar sem topparnir keppa og Semi-Pro er orðið að Pro Lites. Núna um helgina fóru fram tvær umferðir í báðum flokkunum. Ég ætla bara að fjalla um Pro Open hérna en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !
En á laugardaginn í fyrri umferð helgarinnar í Pro Open var það enginn annar en Robbie Malinoski sem kom öllum á óvart með þrusu starti og hélt af stað inn í 20 hringja úrslitahítið í forystunni, Ross Martin var þó ekki langt unda í öðru sætinu en hann átti ekki í Malinoski þennan daginn. Malinoski sigraði því fyrstu umferði tímabilsins með svakalega flottum akstri, Ross Martin endaði annar og í þriðja kláraði Tim Tremblay. Tucker Hibbert lenti í einhverju veseni á fyrsta hring og reyndi að keyra sig upp eins og hann gat og endaði fjórði í sinni fyrstu keppni á nýja Arctic Cat sleðanum.
Á sunnudeginum var svo komið að seinni umferð helgarinnar í Pro Open og þar snerist dæmið heldur betur við. Sigurvegari fyrstu umferðarinnar, Robbie Malinoski komst ekki inn í úrslitahítið og því engin stig í boði fyrir manninn sem byrjaði í forystunni. En þegar flaggið féll og önnur umferð tímabilsins byrjaði var það Ross Martin sem stakk sér í forystuna strax í upphafi, en eftir fyrstu beygju varð svaka krass í vúppsakafla sem tafði marga, svo á öðrum hring hætti Tim Tremblay vegna bilunar. Á eftir Ross Martin var það enginn annar en TJ Gulla sem heldur áfram að bæta sig frá því í fyrra en það var aðeins fyrir tveimur árum sem hann krassaði svakalega og endaði á sjúkrabekknum restina af því tímabili. En Ross Martin hélt öruggri forystu og TJ Gulla hélt sínu striki í öðru sæti, á eftir þeim var hinsvegar allskyns barningur þar sem Tucker Hibbert keyrði sig hægt og rólega upp. Að lokum var það Ross Martin sem sigraði, TJ Gulla hélt öðru og Tucker Hibbert náði þriðja sætinu af Svíanum Johan Lidman á lokahringjunum.
Semsagt gríðarlega spennandi byrjunarhelgi á ISOC Snocrossinu 2012 og ljóst að það geta margir náð í verðlaunasæti í vetur. Það verður líka spennandi að sjá hvernig Tucker Hibbert gengur að ná tökum á nýja Arctic Cat sleðanum.
Myndir frá www.isoc.com
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Duluth !
JIB SESSION Í KÓPAVOGI 28.11.11
Við Arna Benný skelltum okkur út í snjóinn í dag og græjuðum pall rétt fyrir neðan hjá okkur hérna í Kópavoginum. Svo í kvöld þegar pallurinn var orðinn frosinn og góður skelltum við railinu upp og tókum smá session, ég reyndi að tæla Örnu á railið en það tókst ekki í þessu session-i, svo hún myndaði bara ! Hinrik kíkti svo á okkur og við tókum aðeins á því saman ! Good times og plís meira hvítagull bara !
Kíkið á myndaalbúmið á myndasíðunni, geggjaðar myndir hjá Örnu !
Fleiri greinar...
- ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE
- KELLY SLATER'S 11TH WORLD TITLE
- THE SANDBOX
- EVERTS RIDES AGAIN
- SALOMON FREESKI TV - SEASON 5 - EPISODE 7
- KXF250 OG KX125 GULLMOLAR TIL SÖLU
- AMA EX 2011 - ROUND 7 - LAS VEGAS
- SLDNX SKRILLEX REMIX
- FIM ISDE 2011 FINLAND - VIDEO
- CALEB MOORE POLARIS RZR BACKFLIP