Snjósleðar
2014 SNOCROSS SLEÐARNIR
Enn eitt árið eru framleiðendurnir mættir með endurbættar útgáfur af snocross sleðunum sínum og eins og vanalega voru 2014 árgerðirnar kynntar á Hay Days nú fyrir stuttu og eins og alltaf eru þeir algert augnakonfekt ! Ég tók saman helstu uppfærðu atriðin á sleðunum og smellti saman hér fyrir neðan, aðal fréttirnar eru sennilega þær að allir framleiðendur eru komnir með lengri búkka, 128", spurning hvernig það verður...
Ski-Doo
Ski-Doo MXZ X RS 600 - Helstu nýjungar: Nýtt REV-XS boddý, ný og lengri afturfjöðrun, nýtt 128" belti, lengri skúffa með nýju formi, ný staða á framfjöðrun, endurnýjað stýriskerfi sem á að gera stýrið léttara, meiri kæling, endurbættar stillingar á kúplingu, endurbættar ECM stillingar, 40mm blöndungar.
Polaris
Polaris IQ R 600 - Helstu nýjungar: Nýr sveifarás, ný afturfjöðrun, nýtt 128" belti, nýjar stillingar á dempurum, nýir Hayes bremsuborðar, ný grafík.
Arctic Cat
Arctic Cat ZR 6000 R Sno Pro - Helstu nýjungar: Nýir spindlar, sterkari armar, nýjar hliðar með meiri kælingu, nýtt drifskaft, nýtt drifskaft í búkka með nýjum "sprocket" hjólum, nýtt 129" belti fyrir Snocross og 128" belti fyrir Cross Country, nýjar styrkingar á stigbrettum, nýtt sætisáklæði, endurbætt bremsa, ný bensíngjöf, endurbætt púst, endurbættat stillingar á kúplingu.
Hver yrði fyrir valinu hjá þér og af hverju ?
RUFFRIDERS 9 - TRAILER
Svíarnir í Ruffriders eru að mæta helillir aftur með sína 9. mynd og ef marka má "trailer-inn" þá er sko ekkert gefið eftir og þetta verður klárlega mynd sem enginn sleðamaður ætti að láta framhjá sér fara ! Myndin á að koma út í haust, hef ekki fundið ákveðna dagsetningu en mun uppfæra þetta um leið og ég sé það !
509 FILMS VOLUME 8 TEASER
Þeir hjá 509 ætla greinilega að halda sínu striki áfram en þeir hafa verið að færa sig virkilega uppá skaftið í snjósleða myndböndum sínum bæði hvað varðar myndatöku og svo líka bara aksjónið sjálft ! Nýja myndin þeirra er sú áttunda sem þeir gefa út og þeir eru komnir með svakalega flotta ökumenn í listann og ef marka má þennan "teaser" hér fyrir neðan verður þetta hörð samkeppni við nýju Slednecks myndina ! Myndin kemur út þann 26. ágúst og hægt að kaupa hana á www.ride509.com !
SLEDNECKS 16 TRAILER
Þá eru þeir félagarnir í Slednecks mættir með sína sextándu mynd og ekki lítur hún út fyrir að slá slöku við ef marka má "trailer-inn" sem þeir sendu frá sér fyrir nokkrum dögum ! Þarna eru allar hetjurnar mættar og auðvitað risastór stökk, botnlaust púður og fleira til að fá mann til að slefa yfir allt sófaborðið í góðar 45 mínútur ! Kíkið á "trailer-inn" hér fyrir neðan og svo er myndin komin í sölu á www.slednecks.com !
Fleiri greinar...
- 208 PRODUCTIONS - MATT ENTZ TEASER
- ÉLJAGANGS SNJÓSLEÐASPYRNAN 2013
- SLEÐAKYNNING ELLINGSEN Á AK UM HELGINA
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK
- ISOC SNOX 2013 - ROUND 3/4 - BLACKJACK - LIVE
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 3
- 2013 KYNNING HJÁ ELLINGSEN
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 2
- SLEDHEAD 24/7 - 2012/2013 - EPISODE 1