Mótorhjól

BERCY SUPERCROSS 2011 - FÖSTUDAGUR

Núna yfir helgina fer fram hið franska Bercy Supercross í 29 skiptið og í gær, föstudag, fór fram fyrsta kvöldið í keppninni. Brautin í ár er gríðarlega flott með nokkra risa palla og krefjandi "rythma" kafla. Slatti af Bandarískum ökumönnum voru mættir til leiks og skapaðist svakaleg barátta á þessu fyrsta kvöldi keppninnar.

Bercy SX 2011 - FridayBercy SX 2011 - FridayBercy SX 2011 - Friday

Myndir frá VitalMX

En fyrir keppnina voru allra augu á sigurvegara síðasta árs, Bandaríkjamanninum Justin Barcia og svo á Frakkanum Gregory Aranda sem átti hraðasta hringinn í undanrásunum eða Super Pole eins og það kallast. En þegar kom að aðalhítinu snerist allt heldur betur við strax í fyrstu beygju þar sem all nokkrir ökumenn lentu saman og þar á meðal Barcia og Aranda sem þurftu báðir að hætta, Barcia með brotna teina. En þá var það liðsfélagi og landi Barcia, Eli Tomac sem tók málin í sínar hendur og leiddi alla hringina til sigurs. Annar endaði Kyle Chisholm og í þriðja endaði Jake Weimer. Svo það voru Bandaríkjamenn sem hirtu allar topp stöðurnar þetta kvöldið. Efsti Evrópubúinn var Ítalinn Arnaud Tonus í fimmta sæti.

Annað spennandi kvöld framundan í kvöld og svo kemur í ljós á sunnudag hver verður "King of Bercy" 2011 !

Video frá Bercy Supercross 2011 - Main Event - Föstudagur:

Úrslitin úr Bercy Supercross 2011 - Föstudagur:

1. Eli Tomac (USA, Honda)
2. Kyle Chisholm (USA, Yamaha)
3. Jake Weimer (USA, Kawasaki)
4. Mike Alessi (USA, Suzuki)
5. Arnaud Tonus (SUI, Yamaha)
6. Cedric Soubeyras (FRA, Honda)
7. Nicolas Aubin (FRA, Honda)
8. Christophe Martin (FRA, Honda)
9. Fabien Izoird (FRA, Suzuki)
10. Nick Wey (USA, Kawasaki)
11. Tommy Searle (GBR, Kawasaki)
12. Justin Barcia (USA, Honda)
13. Greg Aranda (FRA, Kawasaki)
14. Dylan Ferrandis (FRA, Kawasaki)

ENDUROCROSS Í SÓLBREKKU - PROMO VIDEO

Jói Kef er greinilega á fullu að græja brautina fyrir okkur þann 5. nóvember þegar Endurocross keppnin fer fram í Sólbrekku ! Hér rúllar Kefarinn hringinn og gefur okkur smá "preview" !

POV 4D MOTOCROSS

Haha, þetta er alger snilldar klippa ! Fjórar myndavélar, fjögur mismunandi sjónarhorn, ökumaðurinn að lýsa í beinni og ekki skemmir fyrir að hann er á 2 stroke kvikindi ! Braaap braaaaap !

AMA EX 2011 - ROUND 6 - BOISE

Um helgina fór fram sjötta og næstsíðasta umferðin í AMA Endurocross-inu og var keppt í Boise í Idaho fylki. Brautin að þessu sinni var svakaleg með hrikalegum trjádrumba "double" með pollum á milli. Það voru meira að segja fáir Pro ökumenn sem stukku þennan. Einnig var lengsti grjótakafli sem hefur sést í AMA Endurcross-inu hingað til og hann reyndist virkilega krefjandi fyrir ökumenn.

AMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - BoiseAMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise

Myndir frá www.endurocross.com

Enn og aftur var það Taddy Blazusiak á KTM sem kom sá og sigraði en hann náði strax góðu starti og þaðan var það auð leið fyrir Pólverjann. Hann hefur núna unnið allar 6 umferðirnar og því spennandi að sjá hvort hann nær fullkomnu tímabili þetta árið. Annar varð Mike Brown á KTM og þriðji endaði Geoff Aaron á Hondu eftir að Justin Soule á Kawasaki og Cody Webb á Beta lentu saman í stóra "double-inum".

Síðasta umferðin fer svo fram í Las Vegas 19. nóvember !

Video frá AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

Úrslitin úr AMA Endurocross 2011 - Round 6 - Boise:

1. Taddy Blazusiak​ KTM
2. Mike Brown​ KTM
3. Geoff Aaron​ Honda/Christini
4. Justin Soule​ Kawasaki
5. Gary Sutherlin​ Kawasaki
6. Bobby Prochnau​ KTM
7. Keith Sweeten ​KTM
8. Kyle Redmond​ Honda
9. Cody Webb​ Beta
10. Max Gerston​ KTM
11. Eric Rhoten​ Kawasaki

JS7 - KOMINN TIL JGR MX

Þá er það loksins komið á hreint, James Stewart mun keyra fyrir Joe Gibbs Racing út 2014 og nú er hann ráðinn bæði fyrir Supercross og Motocross, en ekki einhver bull Supercross-Only díll ! Til viðbótar við það fær hann tækifæri til að prufa Nascar en eins og flestir vita er Joe Gibbs Racing liðið mjög stórt í Nascar.

James Stewart skrifar undir hjá Joe Gibbs Racing til 2014James Stewart skrifar undir hjá Joe Gibbs Racing til 2014James Stewart skrifar undir hjá Joe Gibbs Racing til 2014

James Stewart sem virðist vera mjög ánægður með þessa ákvörðun, þrátt fyrir að hafa tekið langan tíma, svarar flestum spurningum sem brenna á vörum okkar í viðtali við RacerX hér fyrir neðan.