ISDE 2013 - DAGUR 4

Fjórði dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég aðeins yfir stöðuna eftir daginn svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !

ISDE 2013 - Dagur 4 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 4

Fjórði dagurinn búinn og margt sem gekk á í dag, Frakkinn Antoine Meo er heldur betur einbeittur og var gríðarlega stöðugur í dag á meðan Ástralinn Daniel Milner o.fl. áttu í meira basli, hinsvegar mætti Ítalinn Alex Salvini grjótharður til baka í dag eftir erfiða fyrstu dagana. Í heildarkeppni ökumanna er það Antoine Meo sem trjónir á toppnum en í öðru er það Alex Salvini eftir grjótharðann akstur í dag, þriðji er svo Frakkinn Pierre Alexandre Renet.

Í lok dags í heildarkeppninni milli landa eru það þá ennþá Frakkar sem halda áfram að auka forystu sína smám saman á undan Áströlum í öðru +00h11'05" á eftir og Bandaríkjamenn halda sér svo enn í þriðja sætinu aðeins +00h00'45" á eftir !

Það verður gríðarlega spennandi að sjá hvað gerist á morgun en það er síðasti "langi" dagurinn, en svo er bara ein loka Motocross sérleið sjötta daginn !

ISDE 2013 - Dagur 4 - Myndband (Digital Offroad):

ISDE 2013 - Dagur 4 - Myndband (FIM):